“Það er náttúrlega skelfilegt til þess að hugsa að fólki geti ekki beðið eftir strætisvagni án þess að eiga von á svona ósköpum,” sagði Ágústa Ólafsdóttir, yfirmaður starfskonunnar á deild V2A á elliheimilinu Grund.
“Mér skilst að þetta hafi verið þrír strákar sem renndu upp að strætisvagnaskýlinu og þóttust vera að spyrja til vegar. Fyrr en varði kipptu þeir konunni upp í bílinn og helltu einhverri ólyfjan upp í hana á meðan brunað var niður í miðbæ. Þeir hentu henni síðan út úr bílnum við Herkastalann í Aðalstræti,” sagði Ágústa. Starfskonan fékk taugaáfall þar sem hún stóð fyrir framan Hjálpræðisherinn og vissi vart í þennan heim né annan. Fékk hún aðstoð til að komast á slysadeild þar sem hún fékk viðeigandi meðferð auk þess sem reynt var að dæla ólyfjaninni upp úr henni. “Það var að sjálfsögðu ómögulegt að segja til um hvað það var sem piltarnir helltu ofan í hana,” sagði Ágústa.
Starfskonan sjálf vildi sem minnst tjá sig um lífsreynslu sína í gærkvöldi en sagði þó: “Ég er ekki búin að ná mér enn en geri það vonandi síðar. Þessir piltar voru allir drukknir og bílstjórinn líka.” Starfskonan gaf lögreglu skýrslu um atburðinn en kærði hann ekki. Sagði að það þýddi ekkert: “Þegar ég sagði lögreglunni að bílstjórinn hefði líka verið drukkinn var mér svarað því til að það gæti ekki staðist. Bílstjórar væru ekki drukknir undir stýri. Þá fannst mér fokið í flest skjól,” sagði starfskonan sem hefur starfað á elliheimilinu Grund svo árum skiptir.
Jæja, HVAÐ ER AÐ!!! Og hvað er það með að löggan sagði “nei, bílstjórar eru ekki drukknir undir stýri” Bíddu, hvað eru þeir þá alltaf að stoppa fólk fyrir og sekta… Jesús minn, hvað halda þeir að svona geti ekki gerst í litla Íslandi…?
Ég er ekkert smá fúl og ég vorkenni greyið konunni!!
Just ask yourself: WWCD!