Ég skil ekki þetta málefni þar sem ég hef aldrei heyrt um að borginni eða þjóðinni liggi á að losna við þennan flugvöll.
Aðal ástæðan á bak við þetta er að þétta byggð.
Það skil ég heldur ekki, á að hrúa þangað 20.000 og þar með enn meira álagi á þessar aumingja götur sem er nýbúið að uppfæra og eru nógu mikið keyrðar nú þegar. Það þarf ekki að þétta byggð og byggja fleiri og fleiri “svefnhverfi”/íbúðahverfi hvert utan yfir annað og láta alla sækja vinnu í sama kjarnann. Það þarf að dreifa álaginu með því að byggja aðra skemmtana og atvinnu kjarna aðra en miðbæinn og höfðann.
Hvað er líka að því að hafa flugvöll í höfuðborginni. Nánast allar höfuðborgir í hinum vestræna heimi Evrópu eru með flugvelli (t.d. London með þrjá).
Hugmyndir um að flytja hann út í Keflavík eru náttúrulega bara út í hött. Hver er að fara að keyra vegalengd að flugvelli sem tekur jafn langan tíma og flugið sjálft. Óþarfa tímaeyðsla.
Hvað þá um fólkið sem kemur utan af landi og þarf að láta sækja sig. Það er fremur óþægilegt. Nú og líka fólkið sem er ekki að fara að láta sækja sig. Fólk vill geta farið úr flugvélinni og vera nálægt miðbænum.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig