Mikið hefur verið rætt frjálshyggju undanfarið en þar sem ég styð hana ekki að öllu leyti langar mig að benda á nokkuð sem kemur fram í grein eftir zillus að nafni Kostir frjálshyggju.


Í fyrsta lagi byggist frjálshyggja gífurlega upp á eignarétti. Maður á það sem að maður á og þannig er það. Þó ekki sé til sönnun eða ákveðin hnit um gróða einstaklinga þá er ákveðin hugmynd um það að því meira sem maður á því léttara er fyrir þann hinn sama að græða meira.

Hér ætla ég ekki að tala um bil milli fátækra og ríkra heldur um völd. Frjálshyggjumenn trúa því að ríkið megi ekki banna reykingar á kaffihúsum þar sem það brýtur á rétti eiganda kaffihúsa til að reka sín fyrirtæki eins og þeir vilja. Hins vegar, ef ríkið er fellt og einstaklingshyggja tekur völdin þá eykst frelsið aðeins eftir því hvað þú stendur þá og þegar.
Jú, eigandinn getur leyft reykingar þar sem hann á fyrirtækið og ræður hvað þar er gert. Einnig ræður hann nánast öllu öðru sem ríkið réði áður og meira til þar sem hann þarf ekki að ráðfæra sig við neinn.

Það eina sem hann má ekki er að skerða frelsi annarra. Ef kaffihúsa eigandinn vill má hann breyta umferðalögum á lóðinni sinni hvað svo sem annað hann vill.

Ef ríkir einstaklingar geta eignast heilu hverfin eru íbúarnir ekki frjálsari nema landeigendurnir vilji það. Því þeir hafa rétt á því að setja þær ‘reglur’ á sinni eign sem þeir vilja (svo lengi sem það brjóti ekki á frelsi annarra ;) )


Í staðinn fyrir að ráða í sameiningu hvernig við viljum að landið sé þá eru það þeir sem eiga mest land sem ráða því.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig