ég veit að það er búið að setja inn grein um þetta en ég bara verð að fá að tjámig um þetta mál líka

Eins og hefur komið fram í fjölmiðlum þá er verið að gefa út bók sem heitir myndin af pabba,saga Telmu og fjallar hún um hrikalegt ofbeldi sem fimm systur og móðir þeirra urðu fyrir.
Ofbeldið á Telmu einni systurinni byrjaði þegar hún var 5ára gömul og var það mjög gróft ofbeldi strax í byrjun og var það ekki bara faðir hennar heldur seldi hann þær fyrir eiturlyf og áfengi, þegar Telma er sirka átta ára þá lætur pabbi hennar ekki nægja að menn séu að koma heim til þeirra heldur fer hann að fara með þær í hús til annarra og lætur þær jafn vel gista heilu næturnar með mönnum sem eru að misnota þær.

Alla tíð upplifa systurnar föður sinn sem ógnun og algjört vald ef þær stóð sig ekki,gerðu ekki nákvæmlega það sem hann sagði eða eitthvað sem honum líkaði ekki var þeim refsað með rosalegu ofbeldi og alla sína barnæsku lífa þær í stöðugri ógn af pabba sínum.þær áttu mörg gælu dýr en flest enduðu þau líf sitt á að faðir þeirra drap þau fyrir framan þær og þá til að refsa þeim eða bara af því að honum langaði það bara,keimur fram í einu viðtali að ein þeirra(man ekki hver) hugsaði oft að ef hún mætti velja hvort gæludýrin eða hann ætti að deya þá valdi hún altaf pabba sinn og fynst mér það lýsandi fyrir ástandið sem þær bjuggu við. Bestu tímar þeirra eru þegar hann er ekki heima eða þegar þær eru úti að leika sér og filtust þær ávalt kvíða við að snúa aftur heim

Þegar þær svo byrja í grunnskóla þá lenda þær í mjög miklu einelti og þá fyrir fátægt,klæða burð og kynferðislegt áreiti pabbasíns sem sínir að það vissu allir vel hvað fór fram á heimilinu,þannig að það er ekki nóg með að þær þurfa að lifa við einelti, misnotkunn og stöðuga hræðslu þá gerði einginn neitt í málinu og lokuðu bara augunum fyrir þessu hræðilega máli.þegar ofbeldið gegn þeim fer að mínka þá er það vegna þess að þær voru farnar að taka út þroska og voru því ekki spennandi leingur og svo fluttu þær allar út um 16-18 ára aldur

Þetta er virkilega sorglegt mál og hræðilegt að eingin hafi reint að grípa inní eða hjálpa þeim á einhvern hátt og ég vona að þessi saga nái að hvetja þá sem hafa lent í einhverskonar misnotkun að leita sér hjálpar því eins og Telma seigir í viðtalinu í mogganum þá er skömmin ekki ykkar heldur gerendana.

Telma er búinn að vera að vinna fyrir stigamót núna í fjölda ára og lísir hún því að koma þangað fyst sé eins og opinberun og hafi það hjálpað henni mikið að takast á við eftir köst misnotkunninar, einnig seigir hún að þótt að misnotkunnin sé ekki mikil eða standi ekki yfir í langan tíma þá geta áhrifin verið mikil og mikilvægt að leita sér hjálpar til að taka á sínum málunm.



ég er ekki búinn að lesa DV í dag en þar er einn mannana sem misnotaði þær í viðtali og veit ég því ekki hans sögu, þannig ef þið eruð með annað sjónar horn á þetta þá látið mig vita,gott að fá allar hliðar málsins


heimildir eru feingnar í viðtali Telmu í blaði sem fyldi mogganum og viðtal við Telmu og systur hennar í kastljósinu í gæ
je ne comprends pas ce qui est écrit ici!