Ef við kíkjum aðeins á það sem lögin segja um þetta (fékk þessar upplýsingar af vísindavefur.is):
Í 1. málsgrein 12. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir svo:
Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til.
Hér er sagt að maður má stöðva árásarmanninn áður en hann ræðst á mann og er maður þá í rétti. En stóra spurningin er. Hvernig er hægt að sanna að maður hafi verið í rétti? Ég fékk einu sinni kæru á mig fyrir að taka gaur í gegn á skemmtistað sem ætlaði að vaða í mig. Ég hellti óvart niður bjórnum hans og baðst afsökunnar, hann varð illur á svipinn og ætlaði eitthvað að sýna sig fyrir stelpu sem var þarna með því að lemja mig. Ég setti olnbogann í andlitið á honum þannig hann nefbrotnaði og tók hann niður í jörðina, mjög einfalt. En fyrir þetta átti að kæra mig og það munaði minnstu að ég hefði þurft að borga honum skaðabætur. Ég hef líka heyrt um mörg dæmi af þessu. Þetta sannar bara hvað þessi lög eru erfið að dæma.
Segjum sem svo að ég hefði sest á hann eftir að ég tók hann niður og kílt hann í hausinn á fullu (sem ég gerði ekki)…hvað hefði þá gerst? Hefði ég verið dæmdur fyrir líkamsáras? Ekki samkvæmt lögum.
Þetta kemur fyrir í annarri málsgrein laganna:
Hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegarar neyðarvarnar, og ástæðan til þess er sú, að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín, skal honum ekki refsað.
Þetta finnst mér frábær lög, en eins og ég sagði áðan. Eiga dómarar það til að beygja þetta aðeins. Og það er kannski ekki hægt að bleima þeim fyrir það. Þetta eru mál sem mjög erfitt er að dæma sérstaklega þar sem sjónarvottar eru ekki marktækir vegna ölvunnar og tengsla við fórnarlambið svo eitthvað sé nefnt.
Einnig kemur fram í lögunum að það má ekki
verjast að lokinni árás. Þannig ef þú ert kíldur og gaurinn ætlar bara að láta þig í friði, máttu ekki hefna þín.
Mér finnst Ísland vera með mjög góð lög í þessum málum, en þar sem það er erfitt að dæma svona eru dómarnir hér oft fáránlegir. Stundum eiga sakborningar líkamsárása það líka til að reyna að beygja þessi lög til að þau henti þeim betur. Fyrir 2 árum lést maður af völdum stungusára í miðbænum, árásaraðilinn sem var bandarískur hermaður bar við sjálfsvörn. Rétt er að geta þess að hann stakk hann 5 sinnum í bringuna.
Ég er sérfræðingur í sjálfsvörn og hef kennt fólki að verja sig. Það mikilvægasta í sjálfsvörn er að frjósa ekki og leyfa árásarmanninum að koma með fyrsta höggið því það er yfirleitt sá sem kemur með fyrsta höggið sem vinnur. Best er að hika ekki og skalla t.d. árásarmanninn i nefið áður en hann veður í þig, það kemur honum algjörlega úr jafnvægi. Þá ætti að vera auðvelt að klára hann ef kunnáttan er til staðar. Þetta á líka að vera fullkomlega löglegt samkvæmt 12 grein hegningarlaga.