Við fáum hins vegar aldrei að heyra upprunalega tölurnar. Ef að karl og kona vinna á skrifstofu hjá opinberri stofnun með sömulaun en konan er menntaður mannfræðingur. Ef þú ferð að draga menntunfrá þá er hann strax kominn með “ósanngjarnlega” há laun.
Mér hefur alltaf fundist eitthvað vafasamt við þetta og ekki skánaði það þegar könnunin um eðli kynjanna kom fram en hún sýndi að konur hreinlega sætta sig við lægri laun en karla. Karlar eru ágengari og sætta sig ekki við minna/biðja um hærri upphæð fyrir sína vinnu en konan.
Einnig hefur verið kvartað um stöðu kvenna í pólitík eins og til dæmis færri konur á Alþingi, í ríkistjórn og færri í ráðherra embættum.
En eru ekki lýðræðislegar kosningar á 4 ára fresti? Ég er ekkert allt of hlynntur þeim sjálfur en hvernig er hægt að kvarta yfir því sem fólk kýs sjálft inn á þing.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig