Eins og titill greinarinnar gefur til kynna þá vil ég hvetja ykkur til að íhuga þetta mjög vel.
Ég held að það yrði farsællegast fyrir framtíð Íslands að þessir tveir flokkar myndu ná meirihluta í næstu kosningum.
Stjálfstæðisflokkurinn er rótgróin flokkur sem hef nokkuð skýra stefnu (eða svo segja þeir). Þeir eru stjórnmálamenn af húð og hár og hegða sér sem slíkir.
Vinstri grænn hefur mjög skýra stefnu og ákveðna leið til að ná henni.
Á næstu árum verður niðursveifla í þjóðfélaginu eftir þessa gríðarlegu uppsveiflu sem hefur verið. Ég tel að þessir flokkar með góðu samstarfi mundu höndla þessa niðursveiflu nokkuð vel.
Ég tel líka að samfylkingin sé ekki í stakk búin til þess að takast á við þessar breytingar. Stefnan er óljós (mætti segja hentistefna) og eflaust þá yrði ríkistjórnin einhver samruni á milli samfylkingarinnar/framsókn/vinstri græna.. sem ætti ekki neinn séns ef það yrði einhver ljón í veginum.
Og sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænn hafa margt sameiginlegt. Einu flokkarnir sem eru búnir að útiloka ESB samstarf. Það er engin almennilegur hægri flokkur á íslandi, þar sem allir flokkar vilja styrkja mennta og heilbrigðiskerfi. Og þar sem virkjunaráætlunar eru komnar langt á leið þá getur Sjálftæðisflokkurinn auðveldlega gefið eftir í þeim efnum. Það er ekki séns að kárahnjúkar verði stöðvaðir.
Þannig að Steingrím í forsetisráðherrastólinn. og Geir í Utanríkisráðherran!
Það er mitt álit.