Þessi frétt var á textavarpinu í kvöld.
Skeljungur, Olíufélagið Esso og Olís hafa ákveðið að lækka bensínverð á miðnætti um 2 krónur í kjölfar verðlækkunar á heimsmarkaðsverði.
Eftir breytingarnar kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 102,90 kr. hjá félögunum ÞREMUR en lítrinn af 98 okt bensíni 107,60 kr. Verðið miðast við fulla þjónustu.
Í viðtali við forstjóra Skeljungs á Skjá Einum um daginn hélt hann því fullum fetum fram að gríðarleg samkeppni ríkti milli olíufélaganna . Þetta er þvílíkur argasti dónaskapur gagnvart neytendum að maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Ég er farinn að halda að samkeppnin felist aðallega í tilboði á pylsu og kók eða fílakaramellum. Held að klámblöðin kosti þó það sama á öllum bensínstöðvum. Helvítis olíufélögin eru nefnilega farin að taka bisness af; sjoppum, matvöruverslunum, bókabúðum og jafnvel tónlistarbúðum. Mæli með að fólk versli bara bensín og olíu á bensínstöðvum og ekkert annað. Herjum almennilega á þessi félög og fáum þau til að fara í samkeppni. Ekki bara sýndarmennsku eins og í nokkra daga um daginn. ÞETTA ER BARA BÖLVAÐ SVINDL.