Ég hef nú fengið að tryggja nokkuð hér á klakanum en það kemur mér sífellt á óvart hversu undarlega þessi tryggingarfélög starfa.
Sá er vaninn að maður getur skilað númerunum af bílnum sínum inn til umferðastofu ef maður ætlar ekki að nota hann til lengri tíma og fengið endurborgað afgang tryggingarfjárhæðarinnar frá tryggingarfélaginu sínu. Nú stendur það í lögum að öll ökutæki með númer skuli vera tryggð.
Ég ætla hinsvegar að lýsa símtali til TM varðandi tryggingu á bifhjóli:
É: Ef ég skila inn plötunum af hjólinu mínu til umferðastofu get ég þá ekki tekið trygginguna af hjólinu ?
TM: Nei, það er ekki hægt að skila þeim inn og fá endurborgað.
É: Nú er ég þá tryggður á hjólinu þó það sé númerslaust?
TM: Nei
Nú er ég að tryggja bifhjól á ársgrundvelli fyrir um 76þúsund krónur. Auk þess tryggji ég bíl fyrir 37þús krónur. Stök mánartrygging á bifhjóli er 30þúsund krónur(12x30=360þús). Nú er þetta allt mun dýrara en erlendis auk þess sem fæstir íslendingar virðast ganga eftir því að fá betri kjör hjá tryggingarfélögunum og eru oft að borga um helmingi meira fyrir tryggingu en þeir þurfa.
Ekki það að tryggingarfélögin eru öll með ískyggilega “svipuð” verð á tryggingunum.
Nú er spurning hvort það ætti að taka upp áhættutengdar tryggingar hér á íslandi svo það sé nú einhver sanngjarn samanburður fyrir fólk til að fara eftir?