Öryggi og frelsi eiga ekki alltaf samleið. Því eins manns öryggi
getur verið fangelsi annars. Hvort er mikilvægara öryggi eða
frelsi? Frelsið er margfalt mikilvægara. Frelsi til tjáningar er
mjög mikilvægt. Nú vöru sett lög sem taka eiga gildi 1.ágúst
sem stríða mjög á móti þessu. En það eru lögin um að það
megi ekki tala um tóbak á opinberum vettvangi nema að það
sé verið að tala “illa” um það. Það er ákveðið öryggi í þessu,
ekki satt? Það er verið að forða okkar börnum frá tóbaki með
því að banna fólki að tala um það nema að það sé verið að
tala um skaðsemi þess. Er það ásættanlegt? Nei. Langt í frá.
Og margir sjá fáránleikan í þessum lögum.

They that can give up essentila liberty
to obtain a little temporary safety
deserve neither liberty nor saftey.
-Benjamin Franklin

Það er margt til í þessum orðum sem hann Ben Franklin
segir.

Það er margt að í okkar samfélagi í dag:
skortur á almennri skynsemi
skortur á ábyrgð
skortur á trausti
og mjög svo fáránlegur ótti sem ýtir undir einhverja skrýtna
þörf um að útrýma allri áhættu úr lífinu.

Það er ekki líf þegar það er búið að ákveða þínar lífsreglur fyrir
þig.
Það er ekki frelsi að mega ekki opna munninn og tala um það
sem þú vilt tala um.
Það er frelsissvipting að fólk fái ekki að gera það sem það vill,
svo framarlega sem að, með sínum gjörðum, stoppar ekki
annað fólk í að gera það sem það vill.

friður
potent