Barnasáttmáli SÞ Ég var í þjóðfélagsfræði hérna um daginn og þá gaf kennarinn okkur blað með helstu atriðum úr Barnasáttmála SÞ, Þá rakst ég á þetta hérna: Barnasáttmáli SÞ I Hluti 37.gr:
Aðildarríki skulu gæta þess að:
a) Ekkert barn sé látið sæta pyndingum eða annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Ekki skal ákveða dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi án möguleika á lausn fyrir afbrot sem yngri menn en 18 ára hafa framið.
b) Ekkert barn sé ólöglega eða gerræðislega svipt frjálsræði sínu. Handtaka, varðhald og fangelsun barns skal eiga sér stað samkvæmt lögum, og skal slíku aðeins beitt sem síðasta úrræði og í skemmsta tíma sem við getur átt.
Þá fór ég að spá í það að hvort Bandaríkin væru ekki aðilar að þessum sáttmála og ef svo er þá brytu þeir gegn honum með t.d Aftöku og lífstíðar dómum yfir börnum yngri en 18 ára ( Einungis í Suðurríkjum bandaríkjana t.d Texsas) sem serklega er kveðið á um i 37.gr hluta a) að sé með öllu bannað og svo hef ég líka séð það í fréttunim að allt að 10-20 lögreglumenn og meira að segja þyrla hafi verið kölluð út til að handtaka börn á aldrinum 7-10 ára. Siðast skeði þetta fyrir nokkrum mánuðum segar 7 ára stelpa var ufirbuguð með piparúða , handjárnu og látin dúsa 3 daga í fangelsi fyrir að láta illa í skólanum!!! Svo sá ég líka á CNN beina útsendingu þar sem7 Lögreglubílar og Þyrla var notuð til að hndtaka 9 ára stelpu sem hafð kastað stein í strák sem var 13 ára og var að stríða henni!!!!! Hvað sínir þetta okkur ? ja mín skoðun er sú að suðuríki bandaríkjana hafa lítið breist síðan Ku Klux Klan voru upp á sitt besta.

Heimildir: http://www.abotinn.is/barnaheill/barnasattmali1.html