Segjum að eftir fyrsta júní þá þurfi ég að brasa voðalega mikið einn daginn, eitthvað sem krefst þess að vera á ferðinni allan daginn á milli milljón staða. Ég fer kannski að heiman um 09.00 og borga þá 200 kr. tek skiptimiða sem gildir í um það bil 30-60 mín, mjög mismunandi. Ég er vestur í bæ og þarf að fara upp í mjódd. Ok ég get tekið 4., 6. eða 3. Ég tek 3. klukkan fimm mín. yfir 9. Þá verð ég komin upp í mjódd klukkan, ef hann er á réttum tíma, tuttugu og fimm mínútur í 10. Svo þarf ég að fara í einhverja búð þar, er þar í 20 mínútur, kem aftur á stoppustöðina til að taka strætó niður í kringlu, ég þarf að bíða í 10 mín. eftir næsta strætó. Þá eru liðnar 60 mínútur og mjög líklegt að skiptimiðinn minn sé útrunninn, ég borga þessvegna 200 kr aftur, og tek annan skipti miða, inn í strætóinn kemur manneskja sem lyktar alveg hræðilega illa og það liggur við að ég æli af lyktinni, eftir 10 mínútna mjög óþægilega og “bumpy” ferð er ég komin niður í kringlu, ég þarf að fara í 3 búðir þar og býst þessvegna ekki við að vera mjög lengi, þetta tekur mig um það bil hálftíma. Þá þarf ég að fara upp í Hafnarfjörð, 140 stoppar þarna nálægt svo ég labba að þeirri stoppustöð, ég sé strætó keyra í burtu, s.s. rétt missi af honum og þarf að bíða í 20 mín. eftir næsta. Ég sit á mínum þreytta rassi (eftir óþægilegar strætóferðir allan morgunin) og bíð og bíð, eftir 30 mín. kemur g.d. strætó loksins, ææ, er ekki skiptimiðinn minn runninn út, jæja, það verð enn einar 200 kr.
Ég stend svo í strætó í 10 mín, engin sæti laus. Svo kem ég niður í fjörð, ég er að fara til vinkonu minnar sem býr í öðrum hluta Hfj svo ég þarf að taka strætó, ææ, ég gleymdi að taka skiptimiða!! 200 kr! Þegar ég loksins kem til vinkonu minnar, með hendur fullar af pokum, er ég gjörsamlega að deyja úr þreytu, hlamma mér niður hjá henni og borða með henni hádegismat. Við ákveðum svo að fara saman niður í bæ, aftur tveir strætóar og næstum klukkutími, 200 kr. á manninn. Við ákveðum að taka 3. heim til mín, að skila pokunum, 200 á mann, löbbum svo niður í bæ aftur. Jæja, klukkan er orðin hundmargt og ég á varla krónu í veskinu, að drepast í rassinum og finn liggur við ennþá lyktina.
Ég held ég kaupi mér bíl, þá hefði þetta ekki tekið allann þennan tíma né óþægindi.
Ég hata að taka strætó!! það kostar fullt, það er hundleiðinlegt og ógeðslegt stundum, svo kunna sumir þessir bílstjórar bara ekkert að keyra!! Svo næst þegar einhver ætlar að fara að böggast um að taka strætó, þá skal sú sama manneskja vera viss um að hún hafi sjálf prufað það!!!!!!!!!
Just ask yourself: WWCD!