Fasteignamarkaðurinn mun hrynja !
Af hverju segi ég það ? Jú, það er eitt atriði, það er komið sérstakt fasteignasjónvarp ! Munið þið eftir verðbréfadellunni um aldamótin, þá byrjaði Eggert Skúlason með verðbréfaþátt og eins og við mannin mæltl, stuttu seinna hrundi markaðurinn. Eins og þeir segja á Wall Street, þegar leigubílstjórinn er farinn að gefa þér “stocktips” þá er tími til að fara að selja (vitleysingjunum sem enn vilja kaupa). Fasteignamarkaðurinn hefur kólnað mikið undanfarið, þekki tvær fjölskyldur með frábærar eignir á sanngjörnu verði sem hafa verið á sölu í nokkrar vikur, bara eitt tilboð sem brást. Og nú er verðbólgan að fara á fullt og lítið sem ekkert hægt að gera, krónan hækkar (fínt fyrir okkur sem flytjum inn og græðum á neyslubrjáluðum Landanum, Íslendingurinn nefnilega borgar uppsett verð og kvartar ekki) en svo gengur þessi vitleysa ekki lengur, krónan hrapar og eykur enn á verðbólguna, fólk getur ekki staðið í skilum og missir eignir sýna. En auðvitað standa bankarnir upp i með pálmann (þ.e. eignirnar) í höndunum og búnir að ná haug af peningum af fólkinu, af hverju fattaði maður ekki fyrr að kaupa í Landsbankanum ?