Ótrúleg svívirðing.!
Okey til að byrja með að þá er ekki verið að neyða Skjáeinn til þess að dreifa enska boltaum á Stöð 2, heldur aðeins að banna þeim að takmarka útsendingar við eitt dreifikerfi sem þú þarft að nálgast í gegnum aðra vöru sem þér er skylt að kaupa ef þú vilt á annaðborð horfa enska boltann.
Einnig vil ég svara Appel þar sem hann segir að bankarnir banni sínum “skuldurum” að eiga bankaviðskipti annarsstaðar, en nú rétt í þessu heyrði ég auglýsingu frá einhverjum bankanna ( man ekki hverjum ) þar sem sérstaklega var tekið fram að engin skilyrði væru um önnur bankaviðskipti.
Og Skuggi, þar sem þú hefur oftar en einu sinni haldið því fram að hringamyndun sé ekki svo vond,og bendir þar á lágt vöruverð nú um mundir, að þá vil ég segja þér að þetta lága vöruverð á ekkert skylt við hringamyndun Baugs, heldur er komin nýr og ferskur samkeppnisaðili sem heldur Bónusmönnum við efnið. Ef hringamynduninnar nyti ekki við að hver veit nema Hagkaup væri komið í bullandi verðsamkeppni við lágvöruverslanirnar, en það fáum við ekki að vita því Baugur á Hagkaup og Baugur á Bónus. Ekki það að ég sé að gagnrýna það sérstaklega. Heldur er ég að gagnrýna þá skoðun þína að hringamyndun og lágt vöruverð haldist í hendur.
Samfélagsleg ábyrgð þarf oft að sitja á hakanum vegna ofsagróðahyggju einstaklingana, og það er einmitt þessvegna sem ég hef enga trú á frjálshyggjunni. Þó mér finnist að margt mætti bæta í sambandi við frelsi eintaklinga, þar ber að nefna áfengiskaupaaldur, og aldurstakmörk á innflutningi áfengis , en það er efni í aðra grein.
Stefán.