Þessi pólitík getur verið svo barnaleg stundum að maður veit ekki hvort að maður eigi að fara að gráta eða hlæja.
Núna er það flugvallarmálið eina ferðina enn … maður fær það sterklega á tilfinninguna að pólítikusar hugsin eins og olíuforstjórarnir FÓLK ER FÍFL.
Flestir vita að það eru borgarstjórnarkosningar á næsta ári og flestir hafa skoðun á flugvallarmálinu, það vita pólítikusarnir og bera málið því upp á nýju og nefna hugsanlega kosti Löngusker Álftanes ofl. Og það sem sorglegt er að almúgurinn gleypir við þessu eins og ekkert sé.
Málið er og flestir ættu að muna 4 ár aftur í tímann að þetta var MJÖG mikið rætt þá og þá voru líka færð fullnægjandi rök fyrir því afhverju flugvöllurinn gæti EKKI verið á Lönguskerjum, Álftanesi, Geldinganesi, en samt … en samt??? Ég bara skil þetta ekki .. samt koma þessi sömu vel upplýstu pólitíkusar og mæra þessa kosti fyrir lýðnum.
Auvitað er þessi flugvöllur hitamál, en það á að ræða raunhæfa kosti, ekki kosti sem búið er að hafna með góðum rökum.