———————–
Aldurstakmark á Huga ?
Því miður hef ég tekið eftir því að þegar að fólk er að tala saman í mestu sátt þá þurfa oft að koma svona “leiðinlegt” fólk og eyðileggja fyrir manni, t.d. koma með einhverjar setningar sem er ekkert nema leiðindi, uppnefni og fávitaskapur. Þess vegna datt mér í hug hvort það ætti að setja aldurstakmark á Huga, t.d. 16, 18 eða jafnvel 20 ára (reiknast út frá kennitölu). En andlegur þroski miðast ekkert endilega við aldur, t.d. getur tvítugur einstaklingur verið jafnþroskaður og 13 ára venjulegur unglingur og öfugt. Það er leiðinlegt þegar að fólk getur ekki verið með annað en skítkast, t.d. þegar að þessir svokölluðu “cool” einstaklingar líta niður á fólk sem t.d. getur ekkert gert að útliti sínu(fólk var að tala um útlit í “Tísku” áhugamálinu), eða gerir grín að stafsetningu og öðrum hlutum sem fólk ræður ekkert við vegna lesblindu eða annarri “fötlun”. Hvernig finnst ykkur að það ætti að taka á þessum málum ? Aldurstakmark eða ekki ? Mér bara svona langaði til að koma þessu að. Og munið, Hugi er þjónusta…. ekki réttur (ég veit ekki betur, leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál).