Ég held að Guð hafi verið fundin upp af mjög gáfaðri
manneskju. Þessi manneskja var einnig uppreisnarmaður
gegn yfirvöldum. Í Biblíunni er talað um siðgæði og margt
annað sem því fylgir. Það er talað um frelsi til að gera hluti og
þar eru einnig nokkrar reglur, kallaðar boðorð. Gamla
testamenntið var frekar svona frekar í harðari kanntinum á
þessum reglum. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn og svo
framvegis. Svo kemur nýja testamenntið og ég held að það sé
tíminn eftir fæðingu Jesú. Hann var einnig rebel sem fannst
reglur Gamla testamenntsins ekki leysa neinn vanda í sjálfu
sér. Þær gengu út á það að ef einhver einn braut á einhverjum
þá er kominn af stað vítahringur sem endar eiginlega aldrei.
Eina leiðin til að stoppa það er “að bjóða hinn vangann” ef á
þér er brotið og þar með höfða til siðferðiskenndar þess sem
brýtur á þér og fyrirgefa honum fyrir að hafa brotið á þér. Því ef
þú gerir það þá kannski fyrirgefur hann sjálfum sér og fattar
hvað hann gerði svo framvegis. Þetta meikar alveg sense í
sjálfu sér. Ég held að Biblían sé mjög ýkt. Og það sé fyllt í
eiðurnar fram og til baka. Þess vegna er hægt að túlka hana á
svo margan hátt.
Sá sem samdi gamla testamenntið kom með nokkrar reglur
um hvernig ætti að lifa lífinu í sátt og samlyndi við aðra. Ekki
stela, ekki drepa og svo framvegis. En það sem þessi sami
aðili áttaði sig á að hann gat ekki sett þessar reglur á sjálfur,
því hver var hann að setja svona reglur um hvernig fólk á að
lifa. Þannig að hann þurfti að finna einhvað nógu öflugt afl,
nógu stórt og nógu sterkt til að fá fólkið til að trúa að þetta væri
besta leiðin. Og þessi aðili var Guð, einhvað afl sem enginn
gat séð, en var samt allstaðar og fylgdist með öllu. Enginn
heyrði í en samt heyrði hann allt. Og hann bjó til allt líka, og
getur tekið allt aftur á augnabliki. Og hann mundi sko refsa
þeim sem ekki fóru eftir þessum reglum.
Málið er að þetta var allt fyrir einhverju þúsundum ára. Svo
kom Jesú á sjónarsviðið og vildi “uppfæra” þessar reglur, því
jú… það voru nokkrir gallar í þeim. Þær voru dálítið grófar og
hann uppfærði þær aðeins.
Er bara ekki kominn tími til að uppfæra aftur?
Ég trúi ekki á Guð en ég trúi á það sem það á að standa fyrir,
sem sagt frelsi og virðing fólks fyrir hvort öðru. Að fólki sé ekki
valdið skaða á líkama og sál og að það lúti ekki einhverju
stjórnvaldi sem segir okkur reglunar eins og það túlkar þær.
Bara nokkrar grunnreglur um hvernig við eigum að lifa okkar
lífi.
Gæti verið einhvað á þessa leið:
Virtu rétt annara til að velja
Ekki valda skaða
Hjálpaðu þeim sem þurfa hjálp
Getur verið að það vanti einhvað í þetta. Það er mikilvægt að
gera sér grein fyrir því að það má ekki setja reglur um hvernig
á að framfylgja þessum boðum. t.d. Ekki valda skaða væri
hægt að túlka að það ætti að banna box. Það er ekki verið að
meina það. Það er verið að tala um að þú eigir að virða rétt
annara til að velja. Ef einhver vill boxa við þig þá skulið þið
boxa. Að valda einhverjum skaða er að gera einhvað gegn
hans vilja. Sá sem setur regluna að það sé bannað að boxa
er einmitt að velja fyrir ykkur.. því stangast þetta á. Það er
einmitt það sem er að gerast í þessu samfélagi í dag. Það er
allstaðar verið að setja reglur og allt er þetta byggt að mestum
hluta á þessum boðorðum úr nýja Testamenntinu (og ég held
að við ættum bara þakka Jesú fyrir uppfærsluna fyrir um 2000
árum því annars værum við enn að byggja á tönn fyrir tönn
dæminu). Og svo stangast þetta á útum allann heim. Það má
ekki drepa. Samt voru gerðar reglur um það að ef þú drepur,
þá ertu drepinn í stað þess að vera hjálpað. Því sá sem
drepur á við vandamál að stríða.
Það þarf að fara að endurskoða grunninn á öllu þessum
reglum og boðum og bönnum sem eru í gangi í dag. Þetta
kemur allt frá sama staðnum upphaflega, siðferðinu og
skynsemi. Það virðist eins og það sé búið að gera ráð fyrir því
að fólk sé bara einhverjir vitleysingar sem ekkert viti né kunna
og vaði bara yfir annað fólk ef það getur það. Það er ekki
þannig, sem betur fer, fólk hefur skynsemi og siðferði, þvert á
það sem margir virðast halda.
Mig minnir að Jesú hafi ekki verið neitt mjög hrifinn af kirkjum,
því hann var á móti yfirvaldi og þeim sem settu reglur um
hvernig framfylgja átti boðorðum gamla testamenntsins. Hann
sá spillinguna og óréttlætið sem var stundað. Og það þurfti
breytingu.
Ég held að Jesú hafi verið alveg bráðgáfuður maður með
stórar hugsjónir.. og hann var einn af þeim fáu sem gerðu það
sem hann taldi rétt. Og það getur verið að hann hafi látið lífið
fyrir það sem hann trúði á. En hann kom líka skilaboðunum til
skila og breytti heiminum.
Og þvert á það sem var sagt í annari grein hérna á undan um
trúnna. Þá var hún fundin upp til að frelsa okkur undan stjórn
manna sem nota ofbeldi (í hvaða formi sem er) til að halda
sér í völdum. Það eru settar reglur til að halda okkur niðri, og
okkur er gefið rétt nóg að “éta” svo að meirihlutinn sé sáttur og
berjist ekki eins fast á móti.
Ég vill aðskilnað ríkis og kirkju.. og reyndar miklu meira en
það…
Friður
potent
p.s. Það getur meira en vel verið að ég fari með rangt mál í
einhverju hluta greinarinnar. Vonast samt sem áður að
skilaboðin hafi komist í gegn. Endilega kommentið á þetta.