Halló Netverjar á huga.is. Árin1220-1267 voru ekki góð fyrir landið okkar Ísland, því þá töpuðum við sjálfstæði okkar vegna svika landráðamanna í hendur Noregskonungs sem þá var Haraldur hárfagri. Stóð það fötlunarástand yfir í 656 ár. Danir réðu einnig yfir okkur á þeim tíma. Fyrir þau ár var við lýði hér höfðingjaveldi (aristocracy). Skilgreining hinna gömlu heimspekinga er lifðu í Grikklandi hinu forna, Plató d. 347 f.Kr. og Aristóteles d. 322 f.Kr. á höfðingjaveldi er eftirfarandi: Aristocracy (höfðingjaveldi) er það stjórnform, þar sem fámennur hópur bestu manna fer með ríkisvaldið í þágu allrar þjóðarinnar. En þessir grísku heimspekingar voru engvir kjánar, því hafa þeir einnig látið frá sér þau skilaboð að mikil hætta væri samfara stjórnskipan þessari þróun yfir í klíkuveldi (oligarchy). Klíkuveldi skapast er fámennur hópur manna (eignamanna) stjórnar í engra annarra þágu nema þeirra sjálfra.
Aristóteles segir: Klíkuveldi gætir hagsmuna hinna ríku. Er ég að tala um landnámsárin eða er ég að tala um nútímann? Líklega á þetta við um alla tíma. Sagan er að spila sjálfa sig aftur og aftur, það eina sem breytist er að það er ekki verið að nema land heldur er verið að nema viðskiptasambönd, fyrirtæki og jafnvel fólk.

Smá punktur.
Í Rússlandi í valdatíð Borisar Jeltsín reið yfir einkavæðingarbylgja sem endaði á þann veg að fámennur hópur manna hvarf á brott með milljarða dollara sem tilheyrðu þarlendum ríkissjóði. Boris og hans menn gáfu beinlínis ríkisfyrirtæki í nafni einkavæðingar vandamönnum og skoðanabræðrum.
-Mín tilfinning-
Það er sem ég sé staddur í Rússlandi, en er ég horfi í kringum mig sé ég fögur fjöll, sem í sumarblíðu skarta guðdómlega fallegri flauelsbreiðu sem náttúran hefur breitt yfir þau - sum hver - önnur eru nakin, grýtt og gróf eins og hin eina sanna fjallkona. Sólin skín, næstum allan sólarhringinn. Fólk sem ég hitti talar og ég skil það, en það hjalar innihalds- og merkingarlaust þvaður sem staðfestir að ég sé hvergi annarstaðar staddur en á Íslandi.

Einkavæðingin ríður nú yfir íslenskt efnahagslíf. Síðast Síminn, er rekinn var með 750 milljón króna hagnaði árið 2000. En eigið fé Símans var samtals 28.125.344.000 kr. árið 2000. Og er það fé nú komið í hendur einkaaðila. Það er alvarlegt mál.

Stefnt er á, að það verði Landsvirkjun næst ríkisfyrirtækja, sem plokka skuli frá landinu í þágu hagsmuna fárra manna, sem reyndar skilaði engum hagnaði fyrir árið 2000 því að rekstrarhalli var upp á 1.366.119.190 kr. En árið 1999 dekkar þann halla upp því þá var hagnaður upp á 1.924.430.462 kr. En eigið fé og skuldir þess fyrirtækis samanlagt er 111.596.453.567 kr. árið 2000. Við erum brjáluð ef við gefum þetta frá okkur líka og látum Boris umbreytast yfir í Davíð.
Með því erum við að senda Ísland aftur á það svið er það var ekki fjárráða. En Ísland fékk fjárræði frá Dönum 1874, er Alþingi fékk lögjafarvald í hendur frá konungi Dana.

Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 22. maí talar Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins um fyrirbæri er hann nefnir fé án hirðis. Ekki eru allir sem átta sig á hvað þar er átt við, því skal ég útlista það sem best ég get: Hann meinar fé ríkisfyrirtækja sem bundið er hinum íslenska ríkissjóði. Nota á fé þetta í menningar- og umhverfismál, þannig að það skili sér til baka í gegnum hagkerfið aftur inn í ríkissjóð. þannig er það á hreyfingu, sem nauðsynlegt er fyrir sjóðinn og er hollt fyrir land og þjóð. Fé þetta nær að vaxa í hagkerfinu en það eru takmörk fyrir því hver vöxtur þess er, vegna þess hve það er lítið. Vilji þeirra Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna er stýra þessari svo kölluðu þjóðarskútu er að setja „hirði“ yfir það og þá sína „hirði“.
Fari fé þetta frá ríkissjóði er ríkið komið oní holu og hvað eiga menn að gera þegar þeir eru að moka sig oní holu? Nú já, þeir eiga að hætta að moka og það er betra að hætta þegar enn er hægt að komast upp. Orðrétt stóð og stendur skifað í Mogganum: Hvatti Pétur til þess að bretta upp ermarnar í einkavæðingunni og selja næst Landsvirkjun. Það þarf engan snilling til að sjá, að þegar búið er að einkavæða helstu fyrirtæki landsins munu tekjur þess rýrna heldur betur er til framtíðar er litið, og aðeins er um augnabliks tekjuaukningu að ræða, er sýnt verður fram á hana. Því er einkavæðingin svipuð því að pissa í skóna sína, sem sé skammgóður vermir, og hvað gerist þegar vökvinn í skónum kólnar? Svar: Krónan fellur, sjálfstæðið farið, ESB og evran upp.
Við rennum saman við stórfljótið, þar sem lækjarspræna hefur ekkert að segja og enginn mun huga að bæjarlæknum, því að þegar stjórfljót hefur fundið sér farveg á hlaðinu. gleymist sá gamli góði fljótt.


Mitt álit
Örn Þór Kristínarson.