Tekjur japanskra kvenna voru minni en karla á síðasta ári og færri konur en karlar gegndu störfum þar sem krafist er sérmenntunar, voru í yfirmannsstöðum eða sátu á þingi, að því er kemur fram í skýrslu sem stjórnvöld í Japan sendu frá sér á föstudag. Í skýrslunni er lagt mat á stöðu þessara mála hjá 70 þjóðum og eru Norðmenn og Íslendingar í efstu sætunum en Japanir eru í 41. sæti.
Í skýrslunni lendir Japan í 41. sæti í samanburðinum við 69 ríki hvað varðar jafnrétti á vinnustað árið 2000. Könnunin byggist á stöðlum sem notaðir eru í skýrslum Sameinuðu þjóðanna.
Norðmenn og Íslendingar eru í tveimur efstu sætunum. Þjóðverjar í því sjötta og Bandaríkjamenn í 13. sæti.
Þó svo að Japanir eigi langt í land í jafnréttisbaráttunni hefur þeim miðað vel áleiðis að undanförnu. Þegar Junichiro forsætisráðherra tók við völdum í apríl setti hann met í fjölda kvenkynsráðherra í ríkisstjórn og nú eru fimm af sautján ráðherrum konur.
Einungis 79 af 732 þingmönnum í Japan eru konur eða um 11%. Af 62 alþingismönnum á Íslandi eru 22 konur eða 35%.
Rúmlega 63% útivinnandi kvenna í Japan þéna minna en 24.200 dollara á ári, eða 2,5 milljónir króna, miðað við 16% karla. Nærri fjórðungur útivinnandi karla þénaði meira en 56.500 dollara á ári, eða 5,9 milljónir króna, en einungis 3% kvenna voru í hópi þeirra sem þénuðu svo mikið.
Í skýrslunni er lagt til að stjórnvöld fjölgi leikskólum svo að konur geti átt sér frama í atvinnulífinu um leið og þær gegna móðurhlutverkinu.
nú getið þið hætt að röfla.
þetta er tekið af mbl.is
******************************************************************************************