Hávaðavarnir á leikskólum
Það var athyglisverð frétt í fjölmiðlunum í gær, þar sem var sagt frá mælibúnaði til að mæla hljóðmengun á leikskólum “svo kallað rafeyra”. Starfsfólkið og börnin gátu sjálf fylgst með því þegar hávaðinn var komin yfir álagsmörk, en þá veldur hljóðið líkamlegum álagseinkennum (líka hjá börnunum). Eins og ég hef áður bent á er raddheilsa Leikskólakennara mjög slæm, fólkið er að beita röddinni ragnt, hækka hana upp til að yfirgnæfa skvaldrið í börnunum til að ná athygli. Sumir leikskólakennarar hafa notað þá aðferð að hvísla til að lækka hávaðann með ágætis árangri. Það skítur nokkuð skökku við auðvelt er fyrir fólk að læra rétta raddbeyting, en talmeinafræðingar hafa verið að kenna þá list. Í námi kennara og leikskólakennara er ekki verið að kenna raddbeytingu, þó kannanir hafa sýnt að mikið brottfall starfsmanna er úr greinunum vegna raddbrestar.