Hér ætla ég að birta pistil sem ég setti á ónafngreinda bloggsíðu mína. Vonandi vekur hún sem allra flesta til umhugsunar.
Sá núna áðan heimildamynd, sem er ekki djók, um hnattrökkvun. Þátturinn fjallaði um afleiðingar þess ef það dimmir á jörðinni og hvað það er að gerast hratt. Það hefur meira að segja sýnt sig á undanförnum áratugum að þetta fyrirbæri hefur aðeins haft áhrif. Þá aðallega á mónsúnvinda sem fara yfir Afríku. Þetta olli hungursneyð og er kannski bara forsmekkurinn af því sem gæti gerst. En það er verið að sporna gegn þessu með því að hreinsa loftið einhvernveginn.
En þessi hreinsun gerir það bara að verkum að mengunin er ósýnileg og hvað gerir það? Jú, það hitar jörðina meira og nú á tímum hnattvermingar og gróðurhúsaloftegunda er það ennþá verra. Bang!!! Hitastigið á jörðinni gæti hækkað á jörðinni um 5-10°C Á EINNI ÖLD! 10 gráður. Það myndi auðvitað hafa óafturkræfar og skelfilegar afleiðingar. Dæmi:
* Grænlandsjökull og aðrir jöklar (t.d. Vatnajökull)bráðna og sjávarborð um allan heim hækkar um u.þ.b. 7 metra(er samt ekki 100% viss)
* Það gæti rústað golfstraumnum sem gerir skerið okkar byggilegt
* Það gæti gerst eftir 10 ár í 1.lagi og þá þyrfti maður einfaldlega að flytja héðan a.m.k. tímabundið. Þó er ólíklegt að það gerist þetta snemma.
* Amazon skógurinn myndi þá skrælna sem myndi gera þetta allt verra.
* Með öðrum orðum: jörðin yrði illa byggileg og það myndu margir, alltof margir deyja
* Veður yrðu öll mun svakalegri og meiri eyðilegging af völdum þeirra.
* Semsagt einn stór vítahringur
Þetta byggi ég líka á þætti sem ég sá síðasta sumar um það að golfstraumurinn gæti lagst af. Þáttur sem fékk mig til að hugsa e-ð um þetta
Ég held að það sé kominn tími til að heimurinn opni augun almennilega fyrir því að það er ALLS EKKI öruggt að við getum lifað á jörðinni endalaust eins og hún er í dag og að börnin okkar geti það. Viljum við þetta? NEI!
Rót þessa vandamáls er í nokkrum af verstu göllum okkar mannanna. Peningagræðgi, lítilli framsýn og sjálfselsku. Eins og að fallir sjáí það ekki að það heimurinn virkar ekki þannig að við getum farið með allt eins og okkur sýnist. Við erum einfaldlega of mörg til að lifa eins og við á Vesturlöndum. Sýnist mér.
Ekki gæti það gert þetta betra að Kínverjar eru alltaf að tæknivæðast meira og meira og líkjast okkur meira. Og hvað þá að einn mesti fávitinn, sem lifir nú á okkar tímum, stjórni voldugasta og mesta iðnríki heims. Honum fannst það alveg tilvalið að samþykkja ekki Kyoto bókunina. Stórslys, ekkert annað. Ef þú vilt drepa einhvern og fá útrás - láttu George W. Bush verða fyrir valinu
Hvað á að gera? Mín skoðun:
* Stoppa fólksfjölgun
* Minnka einkabílanotkun
* Koma vetnisbílum sem allra allra fyrst á markað og að þeir verði ekki síðri en bensínbílar
* Minnka kola og olíubrennslu
* Gera fólk nægjusamara
* Láta fólk vita af þessari hættu en fáir vita um þetta!
* Standa saman!
*
Og sjálfsagt e-ð meira sem ég er að gleyma og veit ekki um.
Fólk! Kynnið ykkur þetta, kynnið þetta fyrir öðrum. Vonandi fer þetta ekki á versta veg eins og mikil hætta á en til þess að svo fari alls ekki þarf að gera e-ð. Þetta er svo ótrúlega óraunverulegt og fjarlægt manni að maður gleymir þessu bara í gleði augnabliksins á meðan maður býr í einu besta landi heimsins, til að búa í.Maður kvartar undan því að eiga stundum erfitt með að anda þegar maður er að leika sér! Opnum augum, feisum vandamálið og gerum e-ð í því.
Ég er enginn vísindamaður, ekki ofurgáfaður eða sérfræðingur. Kannski oftúlka ég þetta en ég veit að hættan er til staðar Mér er bara ekki alltaf sama um hlutina og get ekkert að því gert. Þess vegna hef ég töluverðar áhyggjur af þessu! Hugsa samt ekki um þetta allan sólarhringinn.
Ef við viljum hafa jörðina, í grundvallaratriðum, eins og hún er í dag - áfram í hundruðir ára þá verður að gera e-ð. Ekki viljum við að börnin okkar, barnabörnin o.s.frv. geti ekki lifað við góðar aðstæður, hvað þá við sjálf! Opnum augun aðeins.
Kommentið, segið ykkar skoðun og látið mig vita ef ég er alveg snargeðveikur, veit að ég er dálítð geðveikur
- Mazimer, sem er hress og tekur fram að hann vonar það besta og hefur trú á því að þetta blessist!