Nefndu nokkrar ástæður. Þar stjórna 1% einstaklinga 95% af auðnum. Það kallast ekki samkeppni. Þeir þurfa ekki að vera í samkeppni. Þeir geta ekki tapað. Þeir sem eru stórir eiga auðveldara með að stækka og minni auðveldara með að minnka. Á endanum er svo komið að stundum fer landið í stríð til að koma auðnum aftur í umferð.(ekki algilt en kemur fyrir)
Ég sagði aldrei að þeir ættu einkarétt, tek þá bara sem dæmi því þar er kapitalismi í gæðaflokki. Þú getur keypt Miller Lite á næsta pöbb á $1.00 og á Ritz hótelinu á $8.00
Hvað er eiginlega slæmt við þessi risafyrirtæki? Ertu einn af þessum sem vilt bara hafa “Jón á horninu”, allt morandi í smábúðum með hærra verð. Í Bandaríkjunum er verð t.d á matvörum í ódýrustu búðum margfalt ódýrara en þekkist á Íslandi. Á þetta að vera slæmt? En vá ótrúlegt að það kostar svipað að kaupa bjór á venjulegu kaffihúsi og á Rizz hótelinu í Bandaríkjunum. Spurning hvort að forvarnarskattur stjórnvalda spili eitthvað inn í það?
Þetta hljómar rosalega fallega en þetta er eins og kommúnisminn. Á einhverjum tímapunkti virkar þetta ekki. Til dæmis Coca Cola. Það vita allir í fyrsta heiminum að Kók er til. Af hverju auglýsa þeir þá endalaust, aftur og aftur.
Það eru til 2 tegundir af auglýsingum; kynningar efni og “heilaþvottar” efni. Það vita allir að drykkurinn er til þannig þetta hlítur að flokkast í seinni flokkinn.
Fólk kýs að kaupa frekar vörur með nafni sem það kannast við. Þú mátt mín vegna kalla þetta heilaþvott. Þeir neyða samt engann til þess að kaupa vöruna eða horfa á auglýsinguna. Ef þú ert svona paranoid um heilaþvott þá máttu bara hafa augun á veginum þegar þú keyrir, og slökkva á sjónvarpinu. Frábæra frelsið.
Um leið og fólk verður háð sterkum efnum og THC efnum (marihuana, hass) Þá minnkar vinnugeta þeirra sem leiðir oft til þess að þau verða rekinn úr vinnu. Þá byrja einstaklingar að stunda innbrot og þá er strax byrjað að brjóta rétt annarra.
Gerir þú þér grein fyrir því hversu lítill minnihlutahópur þetta er af þeim sem hafa reykt hass? ÞÚSUNDIR hafa reykt hass á Íslandi, á meðan ein og ein hræða leiðist út í verstu dæmin (þessi sem að eru notuð í forvarnaráróðinum). Hefur áfengi aldrei minnkað vinnugetu fólks? Aldrei drepið fólk? Aldrei leitt fólk á ranga braut í lífinu? Það er fólk þarna úti sem að hefur misst allt sitt vegna áfengis, jafnvel lífið. Ekkert skrýtið enda er það vísindaleg staðreynd að áfengi er meira ávanabindandi en kannabis.
Það má ekki fordæma þegar kemur að fíkniefnaneyslu, ekkert frekar með hass en áfengi. Við bönnum ekki fólki að drekka áfengi af því þau gætu MÖGULEGA skaðað sig eða aðra? Nei, saklaus þanga til þú framkvæmir glæpinn. Það á að herða aðgerðir gegn fíklum/handrukkurum sem að eru að ganga um bæinn brjótandi lög og mannréttindi hægri/vinstri. En leyfa hinum að njóta fíkniefnanna í friði. Frjálshyggjan bannar ekki að einstaklingar séu sviptir frelsi fyrir svona grófa glæpi, hvort sem verið er að tala um meðferð eða fangelsi.
Ég skil annars ekki af hverju þú ert að reyna að tyggja ofan í mig ókosti. Það skiptir mig ekki máli hvort það séu kostir eða ókostir. Einstaklingurinn á að hafa rétt til þess að ákveða sjálfur hvort hann vilji taka áhættuna, stjórnvöld eiga ekki að gera það fyrir hann.
Margir sem byrja að reykja gera það á aldrinum 13-17 ára. Þessi tími þegar heilinn er ekki fullþroskaður hljómar margt freistandi. Fólk gerir þá oft mistök. Af hverju mistök spyrð þú líklegast? Af því fólk sér eftir því seinni en geta ekki hætt út af ávanabindandi efnum í sígarettum. Ekki bara nikótín heldur er fullt af aukaefnum sett í. Í kringum 1960-70 var mikið af auglýsingum sem sagði fólki að reykja og að það skaðaði ekki. Slíkt brýtur á neitendum en ef það væri bannað bryti það á fyrirtækjunum.
Frjálshyggjan telur það vera brot á frelsi einstaklingsins þegar fyrirtæki ljúga að honum um skaðsemi vörunnar. Já þeir sem vilja taka áhættuna ættu að fá að gera það, hvort sem það sé áfengi, sígarettur eða E-töflur. En það minnsta sem hægt er að gera er að gera kröfur um að neytandinn fái réttu upplýsingar um áhrif og innihald vörunnar.
Það á ekki að banna tóbak. En það er allt í lagi að draga fyrirtækin til ábyrgðar fyrir lygarnar.
Mér finnst óþægilegt að vera í sjoppu úti í útlöndum og sjá einn rekka með matarpakkningum og síðan heilann vegg með tóbaki og áfengi. Er ekki verið að brjóta á mínum frelsi þar sem mér finnst þetta óþægilegt?
Guð minn góður taktu upp orðabók og flettaðu upp frelsi. Þú kemur með svo öfgafull og fáránleg dæmi að það mættu halda að þú sért að rugla saman orðum. Þú hefur FRELSI að velja…
1. Það neyðir þig enginn að vera í landinu.
2. Það neyðir þig enginn til þess að vera í versluninni.
Það er ekki brotið þitt frelsi vegna þess að þú hefur val til þess að fara ekki á staðinn. Þú getur farið í aðra búð, aðra borg eða annað land án þess að neinn stöðvi þig. Þetta frábæra frelsi.
Enda er líka tóbak og áfengi löglegt. Sterkari efni eru hins vegar ólögleg af því að það skaðar viðkomandi það mikið að hún fúnkerar ekki í samfélagi fólks. Mikið af glæpum fylgja sama hvort það er löglegt eða ekki. Það breytir litlu. Einstaklingurinn staðast alltaf og þá bitnar það á öðru fólki. Ef ekki líkamlega þá andlega. Á að leyfa sjálfsmorð? Frelsið til að svifta sig lífi? Það bitnar á öðrum, þrífa upp líkið og síðan andlega á fjölskyldu vinum og vandamönnum. Er aðillinn ekki á brjóta á frelsi þeirra þar sem það bitnar á þeim.
Sterkari efni? Það eru nú nokkur fíkniefni sem að eru ekki jafn hættuleg og ávanabindandi og þau löglegu. Áfengi og tóbak eru leyfð aðeins vegna mennginar okkar. Breytir ekki því að þetta eru með sterkari fíkniefnum og hættulegustu sem að til eru í heiminum. Mér dettur strax í hug hass og E-töflur.
Þegar þú drepur þig þá hefur þú áhrif á aðra, það er satt. En þú skerð ekki þeirra frelsi. Þú bannar þeim ekki að ferðast, beitir þeim ofbeldi, stelur frá þeim. Er eitthvað skárra að halda lífi í manneskju bara svo ættingjar þurfi ekki að syrgja? Auðvitað eiga sjálfsmorð að vera lögleg. Enginn fer að hætta við sjálfsmorð eingöngu vegna ólögleika þeirra hvort sem er. Óþarfi að hafa lög um sjálfsmorð, þó ég persónulega tel að sjálfsmorð sé í flestum tilfellum ekki rétta leiðin.
Hvernig á annars að taka tillit til minnihlutans sem hefur ekki efni á því en vill hafa sjónvarp. Þetta er menningarleg sjónvarpsstöð og myndi aldrei reka sig í svona litlum markaði eins og Íslandi. Það er ekki verið að neyða þig. Þú þarft ekkert að eiga sjónvarp. Þú hefur valið, viltu eiga sjónvarp eða ekki. En á þessu landsvæði sem kallast Ísland gilda þær reglur að þú borgar jafnt eins og aðrir.
Rúv ER ÁSKRIFTARSTÖÐ. Sama hversu fátækur þú ert þá þarftu að borga fyrir hana ef þú hefur sjónvarpstæki. Síðan hvenær varð það annars sjálfsögð mannréttindi að hafa sjónvarp? Þetta er einfalt. Ef þú átt ekki efni á því að fá áskrift að sjónvarpsstöð… ÞÁ SLEPPIR ÞÚ ÞVÍ. Þú hefur verið að horfa of mikið á Hróa hött, stela frá ríku og gefa fátæku. Annars þá eru mjög fáir á Íslandi sem eiga ekki efni á sjónvarpsstöð, en enginn fer að banna þeim að horfa á Sirkus eða Skjá 1 ef þau eiga sjónvarpstæki og vilja geta horft á eitthvað. Það á ekki að neyða aðra til þess að borga fyrir aðra stöð handa þeim af því þau eru fátæk.
Sjálfur er ég með rúmlega 90 þúsund kr í laun eftir skatt. Svo ég mun ekki fá mér áskriftarstöð þegar ég flyt að heiman á næsta ári. Og já… þegar handrukkaranir frá Rúv koma og banka hjá mér, þá nota ég frelsi mitt til þess að banna þeim að koma inn :) Enda á ég ekki efni á því að borga fyrir stöð sem ég horfi ekki á, Þetta verður leyndamálið okkar ;)
Hversu margir myndu hafa efni á því að fara í skóla ef það væri einkavætt? Mögulega kemur svarið; það safnar fyrir því. Hvað ef einstaklingur nennir því ekki, ætlar ekki í framhaldsskóla en skiptir síðan um skoðun. Hann á engan pening. Hann gerði mistök og þá er það ekki aftur tekið.
Þá er það honum að kenna. Eða foreldrum hans sem stofnuðu ekki námsreikning þegar hann var krakki. Stjórnvöld eða aðrir eiga ekki að bera ábyrgð á þessum mistökum einstaklingsins. Annars þá getur hann líka tekið námslán. Ætti að eiga efni á því enda myndi hann borga tugi þúsunda minna í skatt á mánuði. Þú borgar á endanum fyrir það sem þú færð hjá ríkinu hvort sem er, eins og ég sagði þá vaxa ekki peningatré hjá ríkinu. Þú borgar þetta með skattinum. Ef þú borgar minni skatt, þá kemur á móti að þú hefur meiri peninga milli handanna. Peninga sem þú notar í t.d. námslán og sjúkratryggingu. Þeir sem kjósa að nota peningana í annað geta sjálfum sér kennt um.
Annars þá er ekkert sem segir að allir eigi að fara í Háskóla og læti. Einhverjir þurfa að sjá um störfin sem gera ekki kröfur til framhaldsmenntunar. Ofmenntun getur haft mjög slæm áhrif á þjóðfélagið.
Fyrst hæfir einstaklingar eru til staðar af hverju sækjast þeir þá ekki eftir stöðu í ríkisfyrirtækjum. Þeir leitast alltaf við að verða ríkari en aðrir og fara því frekar í einkarekstur. Þá er strax kominn upp þessi svokallaða samkeppni. Fyrirtæki týnast út eitt af öðru og sameinast þar til á endanum er bara eitt stórt fyrirtæki. Enginn smáfyrirtæki komast á markaðinn þar sem þeim er strax rutt úr vegi og stórfyrirtækjunum er nett sama um þeirra frelsi.
Þeir hafa frelsi til þess að berjast um viðskiptavini eins og smásalinn. Það er ekki skerðing á frelsi með því að vera stærri og sterkari. Voðalega nefnir þú þetta oft, ertu fyrrverandi búðareigandi sem varð gjaldþrota eða? Virkar dálítið bitur.
Á Íslandi geta allir fundið menntun við sitt hæfi og lang flestir komist í vinnu við hæfi sinnar menntunar. Heilbrigðiskerfið er með betri í heiminum þó þar fyrir finnist gallar eins og annars staðar. Með sköttum er verið að létta á einstaklingnum með því að safna öllum hans líklegu útgjöldum á einn stað í stað þess að einstaklingurinn fletti í gegnum öll tryggingarfélög, sjónvarpsstöðvar, skóla, lögreglustöðvar, slökkviliðsstöðvar, sorpvinnslustöðvar, gatnamálafyrirtæki og borgi reglulega áskrift/tryggingu hjá öllum þessum félögum. Hér er það tekið út af laununum mánaðarlega til að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því.
Já já og máttu semja við stjórnvöld eða fyrirtæki mín vegna um svona pakkatilboð. En þó að þú kýst þetta, þýðir ekki að það eigi að neyða alla til þess að gera það sama. Ef allt væri einkavætt þá væru líka til margar mismunandi leiðir og tilboð, svo að einstaklingurinn geti valið það sem hentar honum best. Skárra en að neyða alla til þess að fylgja sama straumnum með fasistastjórnvöldum.
Veistu, í biblíunni stendur í raun ekki neitt um kirkjur, presta, klerka, bistkupa eða páfa. Þetta er allt bara bull :)
Þetta var ekki beint dæmi um stjórnmál þannig tek kirkjuna ekki frekar. Hugsaðu bara hvernig hún liti út ef hún væri einkavædd (Dæmi þáttur í simpsons sem ég sá einu sinni, ekki gott dæmi en þú skilur ef þú sérð hann)
Bara mjög svipaðar og í dag. Það eru til margar einkareknar kirkjur í BNA sem lýta ekki eins út og teiknimyndakirkjur. Annars þá yrði líklega færri kirkjur en verið er að halda uppi í dag, sem er gott mál enda eru allt of margar kirkjur. Flestir Íslendingar fara mjög sjaldan í kirkju, hræðilegt að eyða svona miklum pening í kirkjur sem að eru alltaf tómar eða hálftómar nema eitthvað sérstakt sé að skeð. Ég er kominn með vatn í munninn við hugsunina að fá meira af laununum mínum vegna trúleysis míns :) Þó ég sé trúlaus í dag þá verð ég að borga sömu upphæð til Háskólans í staðinn, þvílíkt rugl!
Ef ég færi alltaf frá sjónvarpi þá myndi ég ekki verða fyrir barðinu á heilaþvætti og þá myndi ég ekki kaupa vörurnar. Þá færi auglýsandinn á hausinn og sjónvarpsstöðin með.
Flestir hugsa ekki eins og þú. Það frábæra við þetta frelsi. Sumum er alveg sama þó þeir horfi á auglýsingar og kaupi vörurnar. Það er ekki þitt að þröngva eigin gildum yfir aðra. Þú getur bara slökkt á sjónvarpinu og horft á Rúv með fýlusvip (sem reyndar eru líka með auglýsingar).
Einnig öll auglýsingaskilti. Þau brjóta líka á mínu frelsi þegar þau eru alls staðar. Dæla í mig upplýsingum og ég fæ engu um það ráðið þar sem ég er á leið í vinnu eða skóla.
Flýttu þér nú að finna orðabókina.
Þú hefur val til þess að taka ekki mark á auglýsingunum. Eða bara horfa á veginn. Viltu kannski líka krefjast þess að fólk á götunum klæðist fötum í litum sem þú fílar? Auglýsingar hafa óbein áhrif á þig. Þær skera ekki frelsi þitt að neinu leiti. Ég skil ef þú ert t.d. að tala um SMS sendingar með auglýsingum, þær ættu að vera ólöglegar ef það er ekki samþykki símeigandans. En auglýsingar á ALMANNAFÆRI sker frelsi þitt ekki neitt, þetta er bara hluti af umhverfinu. Þú ræður hvað þú gerir við þessar upplýsingar.
Hvernig getur byssueign ekki verið ástæða fyrir því. Ég bara skil ekki hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu. Ef byssu eign væri bönnuð myndi skotafjöldinn minnka margfaldað.
Af því það eru margar þjóðir sem að eru með svipað mikla byssueign, t.d. Kanada. Þar deyja tugir á ári en ekki þúsundir, þó að byssur séu öllum aðgengilegar sem vilja kaupa. En nei þetta er rangt hjá þér með fækkunina. Að banna byssur mun aðeins auka sölu á ólöglegum vopnum sem nú þegar er algengt í BNA. Viltu kannski banna hnífa í leiðinni? Þúsundir manna eru drepnir á ári hverju með hnífum.
Glæpir myndu alls ekki minnka ef fíkniefna sala væri leyfð. Ástæðan er ekki að þeir séu teknir fyrir að nota eiturlyf heldur eru þeir teknir við glæpi til að fjármagna neysluna. Þ.e. innbrotum sem leyðir stundum til morðs, mannránum og leigumorðum.
En við lögleiðingu myndi allt umhverfið breytast gífurlega. Hvernig var þetta í BNA þegar áfengi var bannað? fyrsta tegund glæpastarfsemis hófst, og nú er leikurinn að endurtaka sig með fíkniefnin. Um leið og það var lögleitt áfengið og sett það á yfirborðið, þá fækkaði glæpum í kringum það.
Oftast koma 50-80% fíkniefnaglæpamanna aftur í fangelsi
Af því þeir fara aftur í sama fátækrahverfið þar sem glæpagengið þeirra er. Batnandi umhverfi hefur batnandi áhrif. Mörg fíkniefni draga fólks frekar til glæpa en t.d. áfengi, þó þau séu ekki jafn hættuleg og ávanabindandi. Augljóslega var það umhverfið sem spilaði mikið inn í, eða að einstaklingurinn hafi farið á ranga braut í lífinu áður en hann hóf neysluna. Fólk sem að fer á ranga braut í lífinu er líklegra en aðrir til þess að nota ólögleg fíkniefni. Við lögleiðingu myndi fleira “venjulegt” fólk neyta þeirra og breyta hlutföllunum, og umhverfinu sem er verra en efnin sjálf. Áfengisbannið fræga í BNA sannaði það að umhverfið sem kom af banninu var í raun verra en fíkniefnið sjálft. Ótrúlegt að mannkynið læri ekkert af gömlum mistöku. T.d. kannabis var ekki skilgreint sem fíkniefni fyrr en Mexíkanar byrjuðu að koma með þau yfir landamærin og það fór eitthvað illa í kanann af menningarlegum ástæðum. Síðan öpuðu allar þjóðir eftir því. Áður var þetta bara planta sem kom engum í glæpaheim.
Af hverju má þá skera frelsi hans? Hvenær brýtur viðkomandi frelsi annarra?
Að ráðast á einhvern er augljóst brot á frelsi.
the quality or state of being free: as a : the absence of necessity, coercion, or constraint in choice or action b : liberation from slavery or restraint or from the power of another c : the quality or state of being exempt or released from something onerous
Þegar einhver ræðst á þig þá er hann að þröngva valdi sínu yfir þig. Ef hann myrðir þig þá tekur hann frelsi þitt til þess að lifa.
Tilheyrir hún mér? Ef þú pissar á hana, borðar dýr af henni eða drekkur úr læknum er þá verið að brjóta á mínu frelsi? Þessi frelsiskenning fellur um sig sjálfa.
Svo fáránlegt dæmi að ég veit varla hvernig á að svara því. Er eitthvað mikið um eyjaleitir hér á Íslandi eða? Ég er að tala um frelsi innan ákveðins samfélags, eða Íslenska lýðveldið. Hef enga sérstaka skoðun um eyjafundir, en skil ekki alveg hvernig það tengist frelsi einstaklingsins á Íslandi.
Ef þetta er eins af hverju þá að breyta? Eini munurinn er valið. Val til að borga ekki tryggingar og fara í staðinn kannski út að borða einu sinni í mánuði eða nokkrum sinnum í bíó. Hvað ef eitthvað gerist fyrir þennan aðilla? Þá sér hann eftir að hafa ekki borgað trygginguna og hann hugsar um það allan tíman meðan hann kafnar á kjötbita sem stendur í hálsinum á honum sem hefði getað borgað trygginguna.
Þá fellur hann fyrir eigin heimsku. Alveg eins og sá sem stekkur út í sjó og gleymdi að læra að synda. Samfélagið ættu ekki að bera ábyrgð á heimsku einstaklings sem bitnar á honum sjálfum. Hann getur sjálfum sér kennt um og verður bara að taka afleiðingunum.
Viltu banna lágmarkslaun og verkafélög? Þá er frelsi atvinnu rekandans ekki skert lengur en í staðinn er verkamanninum nauðgað og hann getur ekki gert neitt í því.
Ég vil ekki banna neitt. Hvenær talaði ég um það?
En jú ég styð ekki lágmarkslaun almennt fyrir alla landsmenn. En stéttarfélög gætu alveg haft lágmarkslaun mín vegna. Og nei ég vil ekki banna stéttarfélög. Fyrirtæki geta alveg tekið sig saman og haft stéttarfélög þó það sé ekki nauðsynlegt með lögum. Á meðan það er ekki verið að neyða neinn í starf, þá á hann að geta samið um hvaða kjör sem er. Ef einhver er til í að vinna fyrir 300 kr á tímann þá ætti ekki að banna honum það, hann hefur val um að hafna starfinu.
Ef ég stend úti á götu og bíll reynir að komast framhjá er ég að skerða frelsi hans. Ef hann neyðir mig til að færa mig er hann að skerða frelsi mitt til að standa þarna.
Augljóst er að það þarf leikreglur á vegum. Sem einkaaðilar eru alveg jafn hæfir til þess að setja og stjórnvöld. Þú átt ekki veginn og getur því ekki farið svona á móti leikreglunum. Þú hefur frelsi til þess að fara af veginum og á stað þar sem bíllinn er ekki í rétti.
Ef ég brýt á rétti annarra hvað þá? Má fangelsa mig? Hvernig er hægt að refsa manni sem er bannað að refsa. Þá ertu strax byrjaður að hefta ferðafrelsi afbrotamannsins. Á hann það skilið? Hver vegur og metur það? Meirihluti? Þá ertu aftur kominn í samfélag en ekki einstaklinga.
What? Voðalega ertu byrjaður að bulla. Ég sagði aldrei að það ætti að fella niður samfélag. Það er nauðsynlegt að hafa lög, löggæslu og fleira sem viðheldur grunni samfélagsins. Ég var aldrei að segja að það væri bannað að skera frelsi.
Ég talaði aldrei um algjört frelsi. Ég talaði um frelsi á meðan það sker ekki frelsi annarra.
En ég hef ekki áhyggjur. Þó það skeður ekki á einum degi, er ég viss um að Ísland stefni í átt að frjálsara samfélagi. Það hefur verið þróunin. Þú skalt bara flytja til Sýrlands í fýlu þegar þér finnst frelsið vera orðið of mikið. ;)