Er ekki komið nóg af heilþvættinum???
Þið vitið kanski ekki alveg hvað eg er að tala um en þið munið vita.
Það virðist ekki merkilegt en það sem þú segir við barn gleymir barnið trúlega aldrei sem eftir er af lífi þess. Tildæmis veit eg um strák(vinur minn) sem drekkur ekki mjólk, afþví að þegar hann var lítil stríddi stóri bróðir hans honum með því að segja það væri hor í mjólk, auðvita var stóri bróðir bara að gera ganni sínu ekkert alvarlegt eða hvað hann gleypti hverju orði sem stóri bróðir sagði, og þetta festist bara í haustnum á honum, hann er að verða tvítugur í dag og drekkur ekki mjólk útaf þessu.
Þessi litla SANNA saga er bara dæmi um hvað börnin taka allt til sín og trúa öllu sem maður segir því að börnin líta upp til mans.

En aldrei skal eg gleyma öllum sem var sægt við mann í æsku í sambandi við guð og satan frá ættingjum og skóla(kristinfræði tildæmis) og síðan var farið með faðir vorið alla morgna í barnaskóla, Halló í venjulegum Barnaskóla. Eg varð hræddur að heyra um hvernig eg mundi fara til heljar ef eg væri ekki góður, þetta finnst mér ógeðslegt, og ekki reyna segja mér að þetta sé bara skaðlaust barnatal, enginn gleymir svona innst inni,
tildæmis sá einhver boðorðin 10 á skjár 1, þar var einhver kona (man ekki hvað hún heitir en hún er allaveganna pólutíkus) sem sagði að hún gæti ekki gleymt trúarjátninga og mikið fleirra, því henni var kennt þetta í æskum. Og síðan var eg á einni heimasíðu áðan sem fékk mig til að skrifa mínu fyrstu grein á huga,
Eg rakst á gestabók á síðunni og fer að skoða hana og
eg sé þetta:

Nafn: ***** (stelpunafn)
Aldur: 11
Ertu utan trúfélaga? nei
Hvar ert þú: heima
Þín skoðun: Já Guð er til af því að margir tala um hann. og sönnunin er Biblían. Mig langar að fara til Guðs þegar ég dey.

Fyrsta sem eg hugsaði að þessi litla stelpa er guðhrædd. Mig sárnaði við þennan lestur.

Og síðan sá eg:
Nafn: ********* (strákanafn)
Aldur: 15
Ertu utan trúfélaga ? Nei
Hvar ert þú: Íslandi
Þín skoðun: Ohh… Þetta er svo mikið bull hjá þér!! Guð hann er til!! Ef Guð væri ekki til hvernig í ósköpunum gætum við andað eða labbað, hvernig varð heimurinn til!!! Ég ætla að sína þér nokkur sínis horn úr biblíunni þars sem er verið að tala um sköpun!!1Mós 1:1
Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.———– Opb 4:11
Verður ert þú, Drottinn vor og Guð, að fá dýrðina og heiðurinn og máttinn, því að þú hefur skapað alla hluti, og fyrir þinn vilja urðu þeir til og voru skapaðir.——Efe 2:10
Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau.——-1Mós 6:7
Og Drottinn sagði: Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau.———–

Hvernig veit svona ungur strákur mikið um biblíuna??

Eg segi heftum ekki hugsun barna okkar með trúarhræðslu heldur leiðbeina þeim með visku okkar. Viska okkar er ekki hræðsla við það óþekkta heldur reynsla og þekking okkar og forfeðra okkar.
Kennum börnum okkar staðreyndir lífsins ekki óvissu og ágískanir.
Aldurstakmark ætti að vera á trúarfræðslu, kanski 16ára, því að við erum ekki að tala um bíómynd sem hægt er að slökkva á, við erum að tala um lífið sem er getur verið mikið verri en nokkur bíómynd ef þú mótar það vitlaust. Eg tel 16ára vera sá aldur sem fólk getur myndað sínar eigin skoðanir aðmennilega.
En eg segi byrjum á að aðskilja kirkju og ríki,
það er ekkert trúfrelsi fyrr.
Þetta er enginn árás á Kristið fólk
en kirkjan hefur of mikið vald.
Eg er ekki að setja útá neinn eða vera með fjandskap
eg vil bara vekja athygli fólks á þessum
af því að þetta er eitthvað sem fólk tekur vanalega ekki eftir þessu eins og margt fleirra.

Takk Fyrir

K.F.N.Á.