Ein spurning gmaria: Nú er það alveg á hreinu að drykkjulætin hefjast yfirleitt ekkert í miðborginni fyrr en seinnipart nætur (fólk er farið að fara seinna af stað) og standa kannski fram til morguns. Þú sem ert í póstinum þínum að reyna að vera voðalega menningarlega meðvituð talandi um leikhús og óperur: Hvaða leikhús og óperur eru þetta, sem þú þorir ekki í vegna drykkjuláta og eru með sýningar seinnipart nætur og snemm-morguns þegar drykkjulætin eru sem mest? Bara smá athugasemd.
Annars held ég að vandamálið sé ekki endilega opnunartíminn. Man í alvörunni enginn hvernig þetta var þegar allt lokaði á sama tíma??? Bærinn troðfullur af fólki, oft mikil læti og sérstaklega þá á þessum tilteknu álagshelgum (eins og TIL DÆMIS kringum 17. júní), ég man ekki betur en umfjöllun í fjölmiðlum um “ofbeldisverk og drykkjulæti í miðborginni” hafi bara verið ósköp svipuð, nema kannski að meira hafi verið um útköll til að stöðva drykkjulæti og ofbeldisverk í heimahúsum, því að auðvitað fóru þeir sem vildu halda áfram að djamma bara heim í partí.
Ég vil benda á að síðastliðin helgi kemur heim og saman við hefðbundinn álagstíma varðandi skemmtanalíf landans. Aðfaranótt 17. júní er einmitt það sem mest hefur verið blásið upp núna í vikunni. Aðrar svipaðar helgar eru t.d. kringum páska, nýár og aðrar hátíðir.
Mér finnst þetta vera ósköp keimlíkt ár frá ári og get ekki séð að einhver munur sé á í ár, a.m.k. ekki neitt afgerandi.
Ég held að menn verði að velta fyrir sér fleiri hliðum máls eins og t.d. löggæslu, drykkjumenningu, skipulagi skemmtistaða og innra öryggiskerfi þeirra, grendarrétti í heimahúsum og fleiru áður en gripið er til að kenna opnunartímanum endilega um alltsaman.
Djamm on!
L.