sælinú ég var í vinnunni í dag og er að vinna með svona gömulum köllum frá 20 og uppí 60 ára gamlir og við sátum þarna í matarhlé og vorum að ræða slagsmál hvernig þau hafa þróast gegnum árin og mál sem gert er úr því
þessi gömlu voru að segja frá sér og hverju þeir hafa lent í. einn hafði verið dyravörður og oft lent í einhverju eins og að hafa kýlt einhvern kaldann og hann legið svo ekkert meir. Slagsmál áður fyrr voru mikið þannig að þeir kýldu einu sinni tvisvar og þá bara búið og þeir bara fóru og fengu sér bjór og töluðu saman eða heyrðust eða sáust aldrei aftur. þetta gerðist oft slagsmál voru mjög tíð en þau voru ekki stór svona var þetta hér áður fyrr og eg varð bara mjög hissa því þegar sögurnar komu frá okkur unglingunum þá snerist taflið við
Slagsmál í dag eru voða mikið komin úr bíómyndum að sparka í liggjandi mann og að slagsmál snúist hreinlega ekki um annað en að hálf drepa manninn því það þarf yfirleitt að stýja þeim í sundur sem eru að slást og það með miklu afli og síðan er yfirleitt gert mikið mál úr þessu kært í lögregluna og fangelsað og svoleiðis leiðindi
mér sjálfum finnst þetta orðið ömurlegt og er mjög á móti svona og mér finnst að eitthvað ætti að gera til að breiða aðeins út þennann boðskap að síst af öllu ef slagsmál verða að sparka í liggjandi mann maður leggst ekki lægra en það..
svo vill eg benda þessum hörðu töffurum og slagsmálahundum að vara sig á að slasa ekki það er mjög leiðinlegt að lenda í því að slasa og slasast sjálfur því þú átt eftir að sjá eftir því
Takk fyrir mig