Alveg frá því að ég heyrði fyrst orðið “alheimsvæðing” vissi ég strax hvað það þýddi. “Heimurinn minkar og blablabla”. Eitthvað svona tengdi ég líka strax við alheimsvæðingu og mér finnst það alveg rétt. Mér finnst núna að sú þróun vera á einhvern hátt neikvæð.
“21. öldin á eftir að gjörbreyta hugsanarætti okkar og heiminum með meiri tæknivæðingu og blablabla”. Þetta fanns mér vera algert bull 2. janúar 2000… En núna þegar ég lít á þetta þá sé ég að aldamótin munu hafa mikla breytingar í för með sér.
Það fyrsta sem ég sá að benti til þess var 9/11. Þegar ég sá seinni flugvélina klessa á annan turninn í beinni þá vissi ég að ég var að sjá eitthvað sem myndi hafa róttæk áhrif. Svo komu fylgifiskarnir. BNA hófu “The War on Terrorists!!!” og gerðu sitt, og svo nú nýlega drógst Bretland inn í stríðið eftir sprengingarnar. Ég hélt einhvern veginn að þetta “War on Terrorists!!!” yrði núna búið eftir að Írak fengi sjálfstæði aftur og þá myndi heimurinn bara chilla, en núna held ég að það sé eitthvað slæmt í vændum. Mér finnst þetta vera eins og aðrdragandi að langvarandi stríði, eða svona tímabili eins og kalda stríðinu þar sem enginn þorir ekki að gera neitt því að þeir eru svo hræddir um að hinn geri eitthvað. Eftir svona hundrað ár verður gefin út bókin “Hriðjuverkastríðin miklu 1.bindi” þar sem verður fjallað um móðursýki BNA og vesturlanda, trúarofsabrjálæði múslima, kjarnorkuárásina á Norður-Kóreu, Ofur-viðskipta-framleiðslu-heimsveldið Kína, og eitthvað í þeim dúr.
Ég held núna sé að hefjast tímabil sem hefur mikla eyðileggingu í för með sér og eigi eftir að vera alsherjar blóðtaka á mið-austurlönd og bara allan heiminn! …Þetta hljómaði nú eins og einhver bíómynd…
En ég held að þetta sé einn af fylgifiskum alheimsvæðingar. Sagan segir manni að öll stóru heimsveldi hafi hrunið, nema þessi nýlegu kannski… Það er auðvitað ekki hægt að stoppa hana bara si svona, en ég held að allir ættu að fá “fair warning”.
Kannski er þetta nú bara eitthvað brjálæði í mér, en þótt að ég horfi á þetta mjög raunsægið þá tel ég að það verða ekki friðartímar bráðlega… Ég hef nú ekki beint neinn almennilegan rökstuðning en samt… hef það bara á tilfinningunni…