<B>Azure The Fat Monkey</B>
Skjár Einn=Bandaríkin
Skjár einn er mjög góð sjónvarpsstöð að mínu mati, en það sem hún er að reyna að gera er að breyta Íslandi í BANDARÍKIN. Þeir taka alla vinsælustu þættina frá Bandaríkjunum og setja þá á dagsskránna. Ég veit að stöð tvö, og rúv eru líka með marga vinsæla þætti frá Bandaríkjunum en Skjár einn leggur áherslu á að fá allt frá Bandaríkjunum. Kannski er einhver þáttur en ég man ekki eftir neinum núna sem kemur ekki frá Bandaríkjunum, þá á ég ekki við þá íslensku. Auglýsingin fyrir Jay Leno er einhvern veginn svona “Jay Leno, vinsælasti spjallþáttur í Bandaríkjunum”. Ég held að hann sé líka einn sá vinsælasti hér á landi, ég horfi alltaf á þá. Eða Saturday Night Live “BANDARÍKJAMENN hafa hlegið í meira en 25 ár og nú er komið að OKKUR”. Ég hlæ ekki mikið að SNL (ég er líka bara búinn að horfa á tvo þætti) en kannski aðrir skilji brandarana. Mest allt stjórnmálabrandarar(kallinn sem flytur fréttirnar er bestur). Svo er það survivor, sem er frábær þáttur, en þeir lögðu líka mikla áherslu á að segja hve þessi þáttur hefði gengið vel í BANDARÍKJUNUM. Fleirri þættir sem höfðu orðið Bandaríkin í auglýsingunni, C.S.I, Law and Order (sem á eftir að koma á Skjá einum) og Temptation Island. Svo var mjög mikið að gera hjá þeim þegar Valentínusardagur kom, kannski hann komi einhvern tíman á dagatalið. Persónulega hef ég ekki mikið álit á Bush og co. Ég sá 60 mínútur einhvern tíman þar sem kona sagði að hún vissi ekki hve lengi Bandaríkin yrði fremsta þjóð í heimi því einhver kall var að gagnrýna ræður alþingismenn. Þau halda virkilega að fólk líti upp til þeirra. Ekki lít ég upp til þeirra. Þegar Bandaríkjamenn gerðu Godzilla þá þurftu Frakkar að koma og bjarga málunum því þeir höfðu einhverntíman sprengt eitthvað í sjónum. Afhverju ekki Bandaríkjamenn?. Hefur einhver séð Pearl Harbour, ég held að myndin hafi verið gerð þannig að þegar maður væri búinn að sjá hana ætti maður að hata Japana meira. Er það kannski vitleysa í mér. Þjóðernissinnar hafa mikið verið að kvarta yfir því að útlendingar hafi áhrif á menningu okkar, ég held að sjónvarpið hafi mun meiri áhrif en útlendingarnir.