Ok ég ætla að reyna að vera ekki með niðrandi orðalag eða neitt þvíumlíkt en ég biðst velvirðingar ef ég asnast til að pota inn einu níðyrði eða svo.
En ok. Það er fátt sem fer meira í mig en feminismi og kvennréttindabarátta. Það er enginn að þræta fyrir það að kvennmenn séu ekki jafnar körlum, hvað þá að þær hafi ekki sömu réttindi og karlar, en mér finnst engu líkar en konum finnist þær eiga rétt á meiri réttindum og fríðindum vegna þess hversu illa hefur verið farið með þær á undanförnum öldum. Veistu mér bara gæti ekki verið meiri sama hversu leiðinlegur hann langafi minn var við konur, og það er sama hversu leiðinlegur hann var þá var það ekki það slæmt að ég eigi að gjalda fyrir það. Mér finnst eins og konur séu alltaf að kvarta í jafnréttisráð (eða hvað það nú heitir) í hvert sinn sem þær fá ekki vinnu, og ég hef einnig orðið fyrír því persónulega að hafa ekki fengið vinnu og frétt það svo frá öðrum aðila innan fyrirtækisins að það væri af því það væri verið að ráða kvennmenn núna því það væru of fáar konur innan fyrirtækisins.
Svo núna á huga eru komin 2 lesendabréf þar sem konur eru að kvarta undan klámi. Mér finnst þetta vera alveg gegnumgangandi að allir séu að mótmæla klámi og segja að það sé rót alls ills í samfélaginu. Það er ekkert að því að specca smá klám og fara á nektarstað og eitthvað þar fram eftir götunum. Fólk verður ekki sjúkt af þessu, það má vel vera að sumir sjúkir einstaklingar SÆKJA í þessar þjónustur en þú verður ekki sjúkur á því. Er þá ekki málið að reyna frekar að einbeita sér að því að hjálpa þessum sjúku einstaklingum frekar en að reyna að loka nektarstöðum sem hafa ekkert með málið að gera. En þetta sjá konur ekki (feministar þ.e.a.s. hef hitt FULLT af konum sem gæti ekki verið meira sama um klám), þeim finnst eins og það sé verið að skjóta á þær persónulega. Það er ekki eins og þetta sé heimildarmynd um kynlíf. Það veit hver heilvita maður að svona er ekkert normalt líf, þetta er klám, þetta er sápuópera. Það er ekki bara gert lítið úr konunum það er líka gert lítið úr karlinum. Við bara gerum okkur grein fyir því hvað þetta er og erum ekkert að velta okkur upp úr því. Ekki einu sinni reyna að segja “hvað með 14 ára unglinga sem horfa á þetta”, unglingar/krakkar eru miklu klárari en þið gerið ykkur grein fyrir, ég það breytir engin klámmynd því hvernig heimurinn er í raun, og ef þeir virkilega halda að svona virki kynlíf og fleira í heiminum þá komast þeir mjög fljótt að því the hard way að svo er ekki.
Ég hefði kannski mátt koma þessu aðeins betur frá mér en ég er ekki mikið fyrir skrif þannig þetta er örugglega frekar illa upp sett grein :) Þannig ég biðst afsökunar á stafsetningar/málfræðivillum.