Kæri Ingólfur.
Það er þín skoðun að hér sé gerð tilraun til þess að gera lítið úr einhverjum. Sá var ekki tilgangur orða minna.
Ég fletti upp i
Orðskviðum bíblíunnar og fannst þetta eiga nokkuð við umræðu þessa.
“ Eins og kol, þarf til glóða, og við til elds, svo þarf þrætugjarnan mann til að kveikja deilur”
Ég held mig við þá skoðun mína að trúfrelsi ríki í landinu, þótt við eigum okkur þjóðtrú eins og aðrar þjóðir.
Hver fullvaxta maður hefur leyfi til þess að segja sig úr íslensku þjóðkirkjunni.
Hver og einn má trúa því sem hann vill.
Að skilja má, er hér rætt um mismunun þess að öll trúfélög séu ekki ríkisstyrkt, stór sem smá.
Er eitthvað æskilegt við það ?
Er ekki eðlilegt að þar sem meirihluti þjóðarinnar er kristinnar trúar, njóti slíkt þjónustu hins opinbera ?
Að lokum boðskap Biblíunnar má finna í ótal öðrum trúarbrögðum, sem öll eiga það stóra atriði sammerkt að notkun sannleikans er forsenda alls annars. Sannleikurinn er forsenda kærleikans og kærleikurinn, forsenda virðingar fyrir öðrum.
Virðing fyrir öðrum forðar öfund og metingi, er aftur leiðir til deilna og haturs, en deilur og hatur orsaka stríð.
Hvort enn er einhvern mun að finna öfgakapítalistum, nú hér á landi og kommúnisma forðum austan járntjalds, efast ég mjög um og tel að maðurinn almennt, ætti af fara að athuga göngu sína í hringi í því efni og orsakasamhengið.
Siðgæðisrammi hvers samfélags mótast alla jafna af siðvenjum trúariðkana í landi hverju, þar sem ákveðin siðalögmál eru ramminn. Þann ramma þurfum við að standa vörð um, því aldrei hefur verið erfiðara að velja og hafna í því flóði framboðs og eftirspurnar sem við nútímamenn megum meðtaka.
með vinsemd.
Hvað vilt þú gera ef að meiri hluti þjóðarinnar kýs sjálfstæðisflokkinn?
Vilt þú að sett verði lög sem vernda hann sérstaklega?
“Að lokum boðskap Biblíunnar má finna í ótal öðrum trúarbrögðum, sem öll eiga það stóra atriði sammerkt að notkun sannleikans er forsenda alls annars. Sannleikurinn er forsenda kærleikans og kærleikurinn, forsenda virðingar fyrir öðrum.
Virðing fyrir öðrum forðar öfund og metingi, er aftur leiðir til deilna og haturs, en deilur og hatur orsaka stríð.”
Sannleikurinn og virðing fyrir öðrum er nokkuð sem mér dettur ekki í hug þegar ég heyri minnst á Biblíuna og boðskap hennar. Hinsvegar dettur mér deilur, hatur og stríð, en líklega hefur einhver púki komist í sögubækurnar mínar og breytt þeim ;)
Það er rangt að siðgæðisrammi mótist af trúarbrögðum. Það er í raun öfugt. Enda er hér annar siðgæðisrammi en á tímum Stóra dóms.
Við þurfum ekki ósýnilega löggu.
Það sem við þurfum er góða siðvitund og að taka ábyrgð á gjörðum okkar.
Vituð ér enn, eða hvað?
Ingólfur Harri
0
Stjórnmálaflokkkur, sem má nefna
“ Framstæða sjálfsóknarflokkinn” sem fengi meirihluta greiddra atkvæða í kosningum, hefur lögverndað umhverfi undir formerkjum lýðræðislegs meirihluta.
Þú þarft endilega að reka púkana í burtu með því að biðja bænir kæri vinur.
Skoðaðu boðskap sálmaskáldana íslensku gegnum aldirnar, og sjáðu hvernig öld eftir öld er hamrað á notkun sannleikans og virðingarinnar.
Vitund okkar um siðgæði, byggist upp frá frumbernsku, þar sem m.a. trú foreldra okkar, í formi siðvenja og hátta verður okkar eigin til fullorðinsára.
Siðhningun á sér aðeins stað ef maðurinn villist af vegi hins sanna og telur að mismunandi siðalögmál kunni að finna á mismunandi tímum.
0
Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta þá:
- Hefur hann ekki rétt til þess að kenna hugsunarfræði flokksins í grunnskólum.
- Hann getur ekki látið Hagstofuna skrá nýfædd börn í stjórnmálaflokk foreldranna.
- Hann getur ekki krafið ríkiskassann um aukaframlag fyrir hvern félaga í flokknum.
- Hann gæti ekki samið um launagreiðslur til starfsmanna sinna úr ríkissjóði um alla framtíð í skiptum fyrir eignir sem ríkisstjórnin hefði sölsað undir sig á valdatímanum.
Svo er það spurningin hvor sé æðri (ráðandi) siðferið trúar okkar eða siðferði okkar sjáfra.
Það er best að þú svarir fyrir þig:
Sumir kristnir halda því fram að guð vinni kraftaverk sín gegnum okkur og að við verðum að hlusta á hann.
Ef að guð mundi biðja þig um að sprengja einhverja nektarbúlluna með um hindrað manns inni, mundir þú segja: “OK guð” eða: “Nei það er rangt að gera svona.”?
Kveðja,
Ingólfur Harri
0
Siðferði okkar sjálfra er m.a. mótað af trú vorri,
hvort sem þú trúir á Guð eða Allah,
þannig að illa er hægt að tala hér um tvo aðskilda þætti. Siðvenjur mannkyns hafa frá örófi alda mótast af trú þeirra og gera enn.
Við erum hvern dag að upplífa kraftaverk, í stóru sem smáu, hvort sem við komum auga á það eða ekki.
Ég held að Guð hafi gefið okkur mönnum vitsmunalega hæfileika til þess byggja jörðina og
auka vorn hag í stað þess að eyða honum og sóa,
á öllum sviðum.
Ef maðurinn hefur tekið “ nektarbúllur ” fram yfir heimili sitt konu og börn, þá hefur hann lent á villigötum holdlegra hvata sinna og einhver þarf að benda honum á það kurteislega, að hið andlega sé ofar í forgangsröðinni hitt kemur af sjálfu sér.
Það er nákvæmlega eins með klámiðnaðinn og lúpinuna að hann sáir sér villt, og sé ekki veitt viðspyrna. Sú viðspyrna hlýtur að finnast í formi vitrænna aðferða grundvallaðra á því siðvitundarstigi er hvert þjóðfélag og einstaklingarnir er það byggja, hafa til að bera hverju sinni, sem að mínu viti telst vera að halda slíku í lágmarki, án þess að nokkuð tapist nema framboð á þjónustunni við hinar holdlegu hvatir, á kostnað andlegra vitsmuna.
kveðja.
gmaria.
0