ALveg finnst mér mögnuð þessi umræða sem hefur skapast eftir þessari fréttir af einkamálum Bubba, þjóðþekktri persónu sem hefur malað gull á frægð sinni.
Alltaf skal það koma mér jafnmikið á óvart hvað menn þykjast getað upphafið
sjálfa sig með því að benda á “misgjörðir” annara.
Það má svosem vel vera að Eiríkur hafi farið yfir einhver mörk í þessari
umfjöllun sinni og allt það, ég ætla ekki að dæma um það.
Ég ætla hinsvegar að vona að þið þessu ábyrgu sem vilja aðgerðir gegn Eiríki gatið sannarlega sagt að þið hafið aldrei látið ykkur einkamál annara varða,
aldrei látið kjaftasögu ganga eða tekið þátt í rætnum umræðum um vinnufélaga
eða nágranna.
Ég er nú ekki nema 24 ára gamall en var svo “heppinn” að fá að alast upp í
litlu sjávarplássi, þar var eitt sem mér fannst sérstaklega áhugavert. Þannig var að beint á móti samkomuhúsi bæjarins bjó kaupfélagsstjórinn og
eftir hvert einasta ball þá hengdi konan hans upp lista í kaupfélaginu þar
sem hægt var að lesa hver fór heim með hverjum, hver slóst við hvern og svo
hverjir það voru sem fóru ekki heim saman.
Ég man vel hvað mömmu minni, systrum hennar og ömmu fannst þetta ósmekklegt
en samt var aldrei meira að gera í kaupfélaginu en daginn eftir ball, og
aldrei minntist nokkur maður á það að reka Kaupfélagsstjórann eða konu hans.
Fólk vissi kannski sem var að þó svo að það sem þessi ágæta kona gerði væri
ef til vill siðlaust þá var hún þó bara að segja frá því sem gerðist á
ballinu og eftirá kvöldið áður, engar lygar, engar ýkjur - heldur bara
sannleikurinn eins og hann var, sannleikur sem hefði þar að auki ekki verið
lengi að berast um þetta litla bæjarfélag, hún var kannski bara að vinna
þarft verk með því að koma í veg fyrir allan misskilning og að rangar sögur
færu á kreik.
Sjálfur var ég kannski of ungur til að virkilega kunna að meta “starf”
fröken Sigríðar, en hitt veit ég að í seinni tíð þá hef ég haft lúmskt gaman
af því að fylgjast með slúðrinu um allt fólkið sem er frægara og merkilegra
en ég.
- Mér fannst fyndið að sjá hversu ljót konan var sem Kalli Bretaprins tók í
framhjá Díönu prinsessu
- Sama gerði ég þegar Bill tók framhjá Hillary með bústna lærlingnum
- Mig minnir að ég hafi verið með snakk og dýfu þegar O.J. mátaði alltof
lítinn blóðugan hanska og ég hló mig máttlausan þegar einhver tvítugur
leikari lék 12 ára frænda Michael Jackson á Sky news og sagði frá því í
hverning náttfötum Jackson klæddist heima fyrir.
- Ég keypti líka DV þegar ég sá að Einar Ágúst var fallinn og í felum frá
lögreglunni
Núna þykist öllum vera nóg boðið þegar kemur frétt um framhjáld þjóðþekkts einstaklings, frétt sem þó er að öllum líkindum sönn…
Það er ágætt ef fólk þykist vera svo heilagt að það afi aldrei tekið þátt í slúðri um einkahagi náungans, um svoleiðis fólk er bara til eitt orð:
HRÆSNI
Og er ég hræddur um að það eigi við um ansi marga hér á huga sem og úti í þjóðfélaginu.
Þið minnið mig mörg á manninn sem barðist hatrammlega gegn túnfiskaveiðum vegna þess að höfrungar gátu fest sig í netunum og meitt sig, en var svo alveg sama um túnfiskinn