McVeigh líflátinn Í dag (mánudag) klukkan 12:14 var Timothy McVeigh úrskurðaður látinn eftir að hafa fengið bannvæna sprautu 14 mínútum fyrr. Þetta var refsing fyrir að fremja mesta hryðjuverk í sögu Bandaríkjanna, sprengjutilræði í miðborg Oklahoma sem varð 168 manns að bana.
Við athöfnina var McVeigh mjög samvinnuþýður og lagðist meðal annars á dauðabekkinn og beið rólegur meðan hann var bundinn niður. Hann sýndi engin svipbrigði við athöfnina, það eina sem hann gerði var að horfast í augu við alla sem voru viðstaddir. Eftir það starði hann bara upp í loftið með lokaðan munn og galopin augu. Þegar hann var beðinn um að segja sín síðustu orð þagði hann en lét viðstöddum í hendur ljóð frá 19. öld sem nefnist ósigraður og “er lofgjörð um andstöðu gegn ríkjandi valdi ” (af mbl.is). Þar stendur meðal annars: “Höfuð mitt er blóðugt en óbeygt” og í lokin stendur “Ég er meistari örlaga minna, ég er höfuðsmaður sálar minnar.”
Dauðarefsingunum hefur verið mótmælt um allan heim (aðalega þó í Evrópu) en hún þrátt fyrir það styður meirihluti Bandaríkjamanna hana og Bush segir að nú hafi réttlætinu loksins verið framfylgt.

Sjálfum finnst mér þetta fáránlegt og er ég andsnúin dauðarefsingum yfirleitt. Ástæðan er að þetta er morð og morð er alltaf morð. Einnig tel ég það vera meiri refsingu að þurfa að híma í litlum fangelsisklefa ævilangt heldur en að fá að enda líf sitt. Hvað tekur við eftir dauðan veit enginn og gæti vel verið að allt minni núllstillist þannig að sá látni þarf ekkert að hugleiða gjörðir sínar. Aftur á móti getur verið að glæpamenn fari til helvítis með sama minni og á jörðinni og ef það fæst staðfest þá má kannski réttlæta dauðarefsingar.

<B>Tengill:</B>
<A href=http://www.cnn.com/mcveigh>McVeigh síða CNN</A