Án efa eru margir fullsaddir af deilum um kvótakerfi sjávarútvegs, sem verið hafa daglegt brauð frá tilkomu þess kerfis.
Það er þó einu sinni svo að hér er um aðalatvinnuveg landsmanna að ræða og því skiptir það vissulega máli að hagur hans sé með sem bestu móti.
Fyrstu mistök stjórnmálamanna voru þau að leiðrétta ekki þá mismunun er fólst í óumbreytanlegri kvótasetningu til handa útgerðaraðilum, er miðaðist við veiðireynslu þrjú ár fyrir kvótasetningu.
Önnur mistök ( stór ) voru þau að leyfa framsal kvóta, sem gerði það að verkum að óraunhæf verðmyndum varð til á afurðunum, einungis vegna umsýslu, með kvóta, er aftur leiddi til þess að menn sáu ofsjónum og fjárfestu hver um annan þveran í óraunhæfu verðmætamati í sjávarútvegsfyrirtækjum, ( bankar engin undantekning ).
Þriðju mistökin eru þau að stjórnmálamenn, sama hvaða flokkur er, virðast horfa, ár eftir ár, nær ráðalausir á umbreytingar af einhverjum toga.
Það er ljóst að stóriðjustefna hefur ráðið ríkjum í markaðsvæðingu
sjávarútvegs jafnt sem landbúnaðar, en sú stefna inniheldur fáar ef nokkrar forsendur umhverfissjónarmiða sem hvarvetna um víða veröld eru nú hluti ríkjandi skipulagi.
Kvótakerfum má breyta, skref fyrir skref, og slíkt er ekki aðeins þörf heldur nauðsyn.
Stefna þarf að fækkun stórveiðiskipa sem eru of mengandi og olíufrek, og skipta störfum til handa fleirum í smærra og ódýrara útgerðarformi. Sama stefnumótun ætti einnig að gilda um landbúnað.
Stjórnmálamenn íslenskir hafa yfir að ráða nægilegum upplýsingum og skuldbindingum um þáttöku í samstarfi við aðrar þjóðir í umhverfismálum, er ætti að vera nægileg forsenda þess að þeir hinir sömu geti grundvallað ákvarðanatöku sína á.