Herinn Á Íslandi er her í eigu Bandaríkjanna.
Herinn hefur verið hér frá því í seinni heimstyrjöld. En ég vil bara benda á að Ísland þarf ekki herinn. Alls ekki.
Við á Íslandi fáum kannski pening frá hernum, en erum við virkilega svona fégráðug að vera merkt Bandaríkjunum fyrir pening. Síðan segja margir að það muni koma stríð á Ísland ef herinn fer. Þvert á móti segji ég. Ef við erum merkt Bandaríkjunum og hryðjuverkamenn komast að því þá erum við frekar í hættu með að einhver komi og geri stríð á landið heldur en ella.
Einn stjórnmálaflokkur á Íslandi vill endilega losna við herinn og eru það Vinstri Grænir, það er bara gott ef einhverjir vilja losna við herinn og hafa rök fyrir því en síðan eru aðrir sem vilja alls ekki losna við herinn. En ég er sammála Vinstri Grænum.
Við höfum engin not fyrir herinn og ættum fyrir löngu að vera búin að losa okkur við þennan her.
Það er eins og við séum 51.Ríki Bandaríkjanna.

Kv.Gramann1