Mannvistaleyfar í miðborginni.
Ég heyrði í kvöldfréttunum að verið væri að að fjalla um hvað ætti að gera við mannvistaleyfarnar sem fundist hafa í miðborginni. Þar sem búið var að ákveða að byggja þarna hótel þá finnst mér það vera “bónus” að fá þetta einmitt þarna. Það væri hægt að gera svo margt úr þessu þarna. Mín tillaga er að byggja hótelið eins og til stóð og hafa mannvistaleyfarnar þarna í einhvers konar kjallara þar sem ferðamenn gætu notið þess að skoða þennan merka fund. Það eru ekki öll hótel sem státa af öðrum eins fornmunum og það í húsinu sjálfu. Og held ég að þetta yrði mikið fyrir hótelið að hafa. Með allri þá tækni sem orðin er, þá ætti svona lítilræði ekki að vefjast fyrir okkar ágætu hugmyndamönnum. Og hlakka ég til að sjá gert gott úr þessum mikla fundi því þarna standa menn með mikið í höndunum sem vanda þarf til.