Mér datt í hug að kíkja hingað inn á hugi.is og mundi þá eftir gömlu greininni minni sem ég skrifaði 2001, og vakti það mikla athygli að hún var útvörpuð og voru jafnvel sumir að segja að hún hefði komið til umfjöllunar í 70 mínútum :) heh (hefði nú ekkert á móti því að heyra það og sjá hitt). Nema ég verð að segja eftir að hafa lesið öll skrifin sem fylgdu þessari grein að þá hef ég sjaldan hlegið eins mikið. Það er í rauninni merkilegt að skrifa eitthvað í þessum dúr eða skrifa í raun bara hvað sem er úr lífi manns og lesa það svo nokkrum árum síðar til að sjá hvað maður var óþroskaður og jafnvel einfaldur eða bara til að uppgötva breytingarnar á manni sjálfum.
Það sem mig langar hins vegar til að vekja til umtals nú er jafnrétti sem kvenfólk getur talað um endalaust og eflaust margir karlmenn líka og þar með talinn ég sjálfur, og þá frá eins mörgum sjónarhornum og mér mögulega getur dottið í hug að finna upp á - og svo er þeim sem lesa þessa grein frjálst að bæta við ef það er eitthvað sem ég tek ekki fram sem eflaust verður slatti og þá eins til að svara eða koma með hvaða “komment” sem hún/hann vill svo lengi sem það er í samhengi við þessa umræðu. Og svo vill ég taka fram af góðri ástæðu og reynslu frá fyrri umræðu að ég er ekki að vekja upp ástæðu til brjálaðs riflildis og vill heldur ekki sjá móðgana skot á báða bóga, munið að þessar umræður eru í góðu og einungis góðu þó að það geti verið í lagi að hitast upp í umræðunni þá vill ég ekki sjá að fólk missi stjórn á skapi sínu í þessum umræðum - “Sá vægir sem vitið hefur meira” stendur skrifað einhvers staðar og endilega munið það er skapið er að fara með ykkur!!!
Hvers vegna gerir kvenfólk svona lítið af því að stíga í vænginn við karlmenn eins og karlmenn við konur (er það svo að skilja að það sé okkar hlutverk), og hvernig er það vilja konur ekki jafnrétti ? Hvernig væri þá að breyta þessum hugsana hætti að við karlmenn eigum alltaf að eiga fyrsta skrefið. Er það eitthvað meira verk fyrir konur að reyna við karlmenn (hey annað hvort vilja þeir þig eða ekki). Ég fékk helling af svörum frá kvenfólki að ég hefði engu að tapa og að margar hefðu bara gaman af því ef reynt væri við sig, ja hér eru smá fréttir - ekki síður karlmenn “HALLÓ” . Mig langar ekki að fá svör sem byrja á “vinkona mín reyndi við” eða “ég veit um konu sem” eða neitt í þeim dúr heldur þá frekar svör af fyrstu hendi. “Oh well”, heimurinn breytist og mennirnir með er sagt - KVENFÓLK, hér er áskorun “SANNIÐI FYRIR MÉR AÐ ÞIÐ VILJIÐ JAFNRÉTTI” og stígið í vænginn við karlmann sem ykkur líst vel á. En svo er hægt að líta á jafnrétti í víðara samhengi og ekki bara í sambandi við það fyrr nefnda. Í dag eru til karlaklúbbar sem eru lokaðir aðgöngu fyrir kvenfólk og hafa heyrst háværar raddir kvenfólks í gegnum tíðina hvað þetta varðar, en á sama tíma eru kvenmenn og jafnvel þær sömu og eru kvartandi gagnvart lokuðu karlaklúbbunum að stofna saumaklúbba, kökuklúbba eða bara hvers konar kvennaklúbba sem eru svo lokaðir karlmönnum!?!?! Tökum svo dæmi hvað varðar “Feminista Samtökin”, þau eiga hrós skilið fyrir það að karlmönnum er víst að mér hefur skilist veittur aðgangur að þeim samtökum en aftur á móti finnst mér verulega furðulegt að í öllum tilfellum sem þessi samtök senda fulltrúa í sjónvarpið að þá eru það kvenmenn. Það er svo sem sök sér þegar um einn fulltrúa er að ræða en þegar um tvo er að ræða þá ætti að senda eitt af hvoru kyni, myndi það ekki sýna okkur hinum fram á að þessum samtökum væri full alvara hvað varðar réttlæti kynjanna. Aftur á móti er svo sem hægt að segja að við karlmenn höfum setið við stjórnvölinn í mjög langan tíma (alltof langan) og ég er alveg sammála því og finnst í raun að karlmaðurinn hafa verið nokkurs konar “einræðisherra”. En svo aftur á móti get ég sagt mér til varnar að ég hef aldrei setið við neinn stjórnvöl nema hvað varðar mitt eigið líf svo þetta getur ekki átt við alla karlmenn ;)
JAFNRÉTTI hrópa “Feminista Samtökin” en eru svo á sama tíma að berjast fyrir mörgu bara fyrir kvenfólk, í raun finnst mér eftir allt sem fram hefur komið hvað varðar þessi samtök að þau séu ekki að berjast fyrir jafnrétti heldur yfirráðum fyrir kvenfólk og ef það er raunin þá er ég alveg til í að veita þeim stjórnvölinn (ég sem að hef það ekki einu sinni í hendi mér að geta veitt það). Nema ef það er málið þá eiga samtökin að skipta um nafn og hætta að nota bleika litinn og fara heldur yfir í glóðaraugs fjólublánn. Svo mitt í öllu saman þá vill ég taka það fram að ég var alinn upp í jafnrétti af móður sem gat svo ekki veitt jafnrétti er upp var staðið, og alla tíð síðan hefur það farið verulega í mig er ég sé að það sé verið að brjóta á réttlætinu. Konur fyrir mitt leyti eiga rétt á sömu launum, sömu stöðum og bara nákvæmlega sama lífi og karlmenn. En sama gengur yfir karlmenn, þeir eiga líka rétt á sömu launum, sömu stöðum og sama lífi og kvenmenn ef þeir kjósa sér það og þá að hluta eða öllu leyti og þá meina ég auðvitað í báðar áttir.
Og með allt þetta í huga er furðulegt til þess að hugsa að kona getur komist upp með það að láta barnsföður sinn borga barnameðlag en neitað honum um að sjá barnið sitt án nokkurrar ástæðu, það er meira að segja til í dæminu að barnið sé skýrt “móðursbarn” (Haraldur Heiðusonur) og faðirinn er látinn borga barnameðlag en fær engu að síður aldrei að sjá barn sitt undir venjulegum kringumstæðum heldur verður að “stelast” til þess. Nú spyr ég, er þetta réttlæti -NEI- og af hverju eru Feminista samtökin eða önnur kvenna samtök ekki að berjast fyrir þessu, því við verðum öll að átta okkur á því að það eru til karlmenn þarna úti rétt eins og konur sem kunna EKKI að berjast fyrir sjálfum sér og það er í sárafáum tilfellum til karlmenn sem vilja berjast fyrir öðrum karlmönnum því þessir “ákveðnu” karlmenn koma ekkert síður fram við aðra karlmenn með karlrembu frekar en við kvenfólk. Hugsum þetta þetta atriði aðeins frekar, af hverju er það oft svo að þegar karlmaður vill umgangast barn sitt að þá að miklu leyti notar móðirin barnið sem nokkurs konar hefndar vopn gegn föðurnum fyrir hverju sem hann á að hafa eða hefur gert til þess að faðirinn getur ekki eða hreint og beint fær ekki að sjá barnið sitt hvort svo sem móðirin hefur lögin með sér eður ei, en það sem er fáránlegt er að þetta er lítil prósenta á móti öllum feðrunum sem vilja ekki að neinu leyti umgangast börn sín hvort sem er að einhverju ákveðnu eða öllu leyti.
Ég verð bara að segja að ég get svo sem skilið suma karlmennina að vilja ekki vera hluti af lífi barnsins sem þeir hafa feðrað með getnaði því að á sama tíma myndu þessir menn neyðast til að umgangast móðurina og það er jafnvel það eina sem þeir eru að reyna að forðast, ég er samt ekki að segja að ég myndi koma svona fram og í raun alls ekki því ef ég ætti barn þá myndi ég gera allt “innan ákveðins ramma” til að geta tekið þátt í lífi slíks kraftaverks sem barn er :)
Að lokum vill ég taka fram rétt eins og í fyrri umræðu að ég á það til að hlaupa úr einu í annað án þess að endilega klára fyrri fullyrðingu en það vill oft vera svo í hita skrifanna að maður muni allt í einu annað sem manni finnst ekkert síður mikilvægt og að tengist þessari umræðu - en vill þá á sama tíma glopra niður minninu á því sem maður var að skrifa og lætur því staðar numið akkurat þar og þá.
Og ef þetta fer í taugarnar á einhverjum einstaklingum vill ég bara afsaka það og segja að þetta er ekki gert viljandi heldur af því minnið er eitthvað farið að segja til sín :)