Ef ég myndi sjá grein með þessum titli myndi ég eflaust líta framhjá henni. Ég er nefninlega orðin óskaplega pirraður á þessari umræðu hjá þjóðinni að við refsum glæpamönnum ekki nóg.
Kannski er það satt, við höfum lélegt hegningakerfi. En hverju myndi það breyta ef það yrði bætt. Eiturlyfjasmyglarar myndu sitja inni í 10 ár í stað þriggja, barnaníðingar í 50 í stað 10 og fangar myndu eiga minni möguleika á skylorði.
Og þá yrði Íslandi bjargað frá ánauð illra glæpamanna, ekki satt?
Svo virðist sem að í þessari umræðu gleymi fólk oft að hugsa til þess að fleiri reglur og harðari refsingar leiða af sér verri glæpi. Ef það er eitthvað sem við getum lært af mannkynssöguni er það þetta. Hver man ekki eftir Stóradómi og öllum þeim útburðum sem fylgdu í kjölfarið? Hver man ekki eftir áfengisbanninu í BNA og allri þeirri mafíu öldu sem fylgdi í kjölfarið?
Kannsi segja sumir að hér er um að ræða einstök dæmi, en ég vil ekki meina það. Tökum annað dæmi: Ef það myndi gerast, sem svo margir vilja, að harðari refsingar yrðu veittar gegn eiturlyfjasmyglurum. Þá myndu eiturlyfjasmyglararnir ekki hverfa, heldur myndu þeir reyna að komast hjá því að verða tekknir með mikklu meiri hörku en áður, þeir gætu t.d. fyndið einhverja konu eða barn miðað á það byssu hringt í pabban og sagt að ef hann geri ekki eins og hann segi myndi hann myrða konuna eða barnið.
Ef sama væri upp á teningnum hjá barnaníðingum og kynferðisafbrotamönnum myndu þeir ganga harðar að því hylja þann glæp sem þeir hafa framið með aðferðum svo ógurlegum að Guð einn má vita.
Það sem ég er að reina að sýna framm á er að refsingar er ekki alltaf málið. Refsingar eru ókristilegar aðferðir sem leiða aðeins af sér slæmt. Í staðin fyrir að refsa glæpamönnum ættum við að reyna þrennt.
Í fyrsta lagi koma í veg fyrir glæpi: Flestir glæpir eru framdir vegna þess að annað hvort sér glæpamaðurinn fram á að hann verði að fremja glæpinn (maður stelur brauði vegna svengdar) eða því glæpamaðurinn sér auðvelda leið til að svala þorstanum. Fyrri hópin er hægt að brauðfæða en seinni hópinn þarf að lækna af þorstanum.
Við gætum til dæmis beitt okkur fyrir lokun fíkniefnamarkaðarins. Ýmindið ykkur glæpaöldina sem myndi líða undir lok ef loksins þeir sem áður voru tilbúnir að drepa fyrir næst skammt höfðu ekki lengur neitt til að drepa fyrir. En auðvitað eru skuggahliðar á þessari lokun (ef hún heppnast) Fykniefni yrðu svo fágæt að fólk myndi leggjast enn lægra til að fá næsta skammt heldur en nú þekkist. En erfit er að kveikja eld án þess að eiga þá hættu að brenna sig.
Í öðru lagi fyrirgefa glæpamönnunum: Ég á bátt með að trúa því að einhver af þeim sem þetta les hafi aldrei sagt eða gert eitthvað sem hann/hún sér ekki eftir. Ef allir myndu nú fyrirgefa, hugsið ykkur þá hvernig ykkur myndi þá líða, ykkur myndi líða betur, ekki satt? Og fyrst heimurinn er svona góður við ykkur afhverju þa´ekki að vera góður við hemin? En því miður hafa ekki allir þennan hugsunarhátt.
Í þriðja lagi kenna glæpamanninum: Ef að einhver ykkar myndi strjúka af heiman og skila sér heim aftur þrem dögum seinna, hvað myndi koma í veg fyrir að þið myndið strjúka aftur? Væru það skammir og refsingar eða væri það kennsla á því að það borgar sig ekki að strjúka aftur.
Ef að glæpamaður yrði dæmdur sekur og færður í fangelsi, hvernig á þá að koma í veg fyrir að hann fremji glæp aftur? Ég segji ekki með refsingum, heldur með kennslu. Síðan má deila um hvort þessi kennsla færi framm með refsingum eða á annan hátt, ég er eingin sérfræðingur og get því ekki sagt hvort sé árangursríkara.
Sammfélagið væri mikklu betra ef það væri glæpalaust heldur en í því þryfust harðar refsingar. Beitum okkur frekar fyrir glæpalausu Íslandi en fyrir harðari rafsingam.
Lifið góðu, glæpalausu lífi.
Kveðja Coot