Sæll tyl3nol,
Góð og fræðandi grein. Með fáum greinum hérna sem eru skrifaðar gegn svokölluðum “rasistum” hér á vefnum og er ekki uppfull af skítkasti. Það er reyndar ágætt að sjá hversu margir hér á huga sjá sig knúinn til að skrifa gegn yfirlýstum þjóðernissinnum með ekkert í farteskinu. Skítkast á skítkast ofan hefur verið þeirra aðalsmerki, en eins og ég segi gaman að lesa þína grein. Ég tel reyndar litlar líkur á því að sjálfur rasisminn nái tökum hér á landi, slík er ástríða anti-rasistana að þeir hunsa rök og láta tilfinningarnar alveg taka völdin. Vitund þeirra um sjálft málið er kannski ekki mikil en augljóslega sjá þau hið ranga við það að mismuna kynþáttum, það er frábært að ungt fólk skuli bera þær tilfinningar í brjósti. Ég tel samt að ekki megi hunsa rök og verð að lýsa yfir vonbrigðum mínum með að fá svör við þeim þremur greinum sem ég hef ritað á vefinn, menn vilja víst bara skrifa blótsyrði og óska Kanslaranum dauða. Ég ætla því aðeins að henda inn nokkrum atriðum sem ég hef bent á oft áður (en fengið lítil svör) og vill endilega heyra umræðu um þær hugmyndir og áhyggjur sem ég hef um innflytjendamál.
Nú virðast menn keppast við að hæla greina þinni. Að því tilefni ætla ég að benda á eina klassíska rökvillu í máli þínu og auk þess impra á mínum skoðunum. Ég vona að þú, tyl3nol, sért maður til að ræða málin á skynsaman hátt og vonandi nenniru að lesa alla greinina.
Tilvitnun(1)“Það eitt og út af fyrir sig er alveg ótrúlegt, þar sem rökflutningur þjóðernissinna byggist að mestu á útúrsnúningum og ábendingum um skort andstæðinga sinna á rökfærslum. Það er reyndar kannski ekki alveg sanngjarnt að alhæfa svona, þar sem að einhverjir þjóðernissinnar eru eflaust ágætustu einstaklingar, þó þeir stigi ekki beint í vitið. ”
Hér reyniru að gera lítið úr málflutningi “þjóðernissinna” með því að segja að þeir stigi ekki beint vitið. Er það fullyrðing þín að allir þjóðernissinnar séu heimskir? Ertu þá ekki alveg að líta framhjá rökum og í staðin einblínir þú á einstaklingin. Þetta er frekar barnaleg rökvilla, þetta snýst um málefnið ekki þann sem mælir.
Ég er hlynntur strangari innflytjendalöggjöf. Það mat byggi ég á reynslu, sögu og þekkingu. Ég hef lagt mig fram við að kynna mér ástandið í Evrópu og myndað mér útfrá því skoðun.Það að kalla mig heimskan eða fáfróðan er móðgun og algjört virðingarleysi, þótt ég sé ekki sammála einhverjum í skoðunum, enda kalla ég engan heimskan fyrir sínar skoðanir heldur reyni að færa þeim mun betri rök fyrir máli mínu svo að hinn aðilin geti séð fleiri sjónarmið í stöðunni og tekið rökfasta afstöðu til málsins þá, eins reynir mótaðilinn hið sama.
Áður en ég tala um það vil ég benda á að ég er að mörgu leiti hlynntur skoðunum íslenskra þjóðernissinna, en því miður þá er málflutningur þeirra svo barnalegur og heimskulegur að maður getur ekki tekið undir með þeim, aftur á móti má færa ýmis rök að því að mjög varlega þurfi að fara í innflytjendamálum.
Vandamálið er tvíþætt. Í fyrsta lagi eru það innflytjendurnir sjálfir. Í öðru lagi innfæddir, sem eru alveg jafn stórt vandamál þegar kemur að innflytjendamálum.
Ef við skoðum til að byrja með vandamálin sem skapast hjá innfæddum. Mikil innflytjendastraumur elur á hatri hjá þjóðinni. Fólk verður pirrað á að hafa mikið af útlendingum sem hvorki tala málið né eru svipaðir í háttum. Sök á þessu vandamáli eiga alls ekki innflytjendur og verður þetta vandamál í raun til fyrir tilstilli fordóma og þröngsýni í samfélaginu. En það er barnalegt að horfa framhjá því að þetta vandamál sé til staðar og heimskulegt að skoða ekki reynslu nágrannaþjóðanna í þessu sambandi.Afhverju eru flokkar, lengst til hægri, sem margir hverjir ala á útlendingahatri orðnir svona vinsælir um alla Evrópu? Því fólkið sem býr í löndunum vill ekki þennan innflutning. Ég er ekkert að segja að þetta sé rétt afstaða þeirra, aðeins að benda á að hér kemur upp vandamál sem má forðast. Upphafið er auðvita betri og öflugri fræðsla í skólum og í fjölmiðlum, en mig blöskrar við þeim sem hrópa “rasistar” um leið og einhver bendir á það að það skapar alltaf vandamál að hleypa mikið af innflytjendum inn. Auðvita væri frábært ef við gætum öll verið vinir og frjálsir flutningar væru ekkert mál. Slíkt hipparíki blómana er ekki til og því þarf að skoða þann veruleika sem við búum við.
Þrátt fyrir að innfæddir séu í mörgum tilvikum, með fordómum og þröngsýni, stærsta vandamálið má ekki sleppa því að líta á innflytjendur og nánast óhjákvæmilega stöðu þeirra í samfélginu.
Maður heyrir oft frá yfirlýstum mannvinum og friðarsinnum þá spurningu hvort þetta fólk sé eitthvað verra en við og hvort maður geti haldið því fram að þetta séu slæmar manneskjur. Ég veit ekki með ykkur en mér þykir þetta ótrúlega grunnhygginn skoðun. Spurning felur í raun í sér að það er verið að segja að ekkert gildismat eða siðferði þjóða skipti máli heldur að við séum öll manneskjur. Ég verð að lýsa sjálfan mig algjörlega ósámmála þessu.Við Íslendingar göngum útfrá ákveðnu siðferði og gildismati í þjóðfélaginu sem endurspeglast í stjórnskipulaginu, réttarkerfinu og fordæmingu samfélagsins á ákveðnum gjörðum. Við getum flest tekið undir ákveðin grunngildi og nokkurn vegin komið okkur saman um hvað sé rétt og rangt. Það mat byggjum við á sögu, menningu, uppeldi, reynslu, trú og fleiri þáttum. Við teljum þetta mat okkar rétt.
Alveg eins og við Íslendingar reynum að koma okkur saman um ákveðin gildi sem eiga að vera í hávegum höfð reyna aðrar þjóðir slíkt hið sama. Gildi okkar eru að mörgu leiti samofin vestrænni menningu og þeim þjóðum sem teljast norrænar og til Vestur Evrópu. Það er satt að stærsti hluti þessara þjóða er hvítur, en það á nú að skipta minnstu máli, enda tengist mál mitt að engu leiti húðlit.
Ákveðin gildi í múslímskri menningu get ég ekki sætt mig við og tel óæskileg hér á landi. Nægir að nefna hvernig farið er með kvennfólk. Ekki það að múslimar hati konur og séu svo vont fólk, heldur er einlæg trú þeirra að þær þjóni ákveðnu hlutverki og eigi ekki að fara út fyrir það. Jafnrétti hefur frekar átt upp á pallborðið hér á Íslandi, þrátt fyrir að en sé langt í land með það.
Þegar þú elst upp við það að systkyni þín og þú sjáf/ur ert seldur í vændi, hvert er þá þitt siðgæði á vændi, hvaða augum lítur þú á það? Fólk sem býr við það að mannslíf sé dagleg söluvara getur ekki haft sama siðferðis grundvöll og við, kannski ekkert verri, en allavega öðruvísi, og það öðruvísi að ég tel hann ekkert sem við þurfum að drífa inn í samfélagið. Það er hægt að benda á mörg dæmi í menningu þjóða sem okkur þykir ekki eðlileg og jafnvel gróft réttarbrot. Kannski það sé fullgróft að ætla að dæma alla múslima á þessum forsendum og auðvita er það rangt, en reynslan sínir okkur samt að þetta hefur verið gríðarlegt vandamál allstaðar, ef ekki hjá sjálfum innflytjendunum þá hjá innfæddum, sem líkt og mér, líkar ekki allt í menningu innflytjendana.
Innflytjendur fá að mestu láglaunastörf. Er ekki verið einmitt að ala á vandamálinu með því að senda þá alla í láglaunastörf, eina sem það gerir er að skapa stéttarskiptingu milli kynþátta, en ein afleiðing innflutnings, sem verður ekki flúin, en skapar samt vandamál.Kannski engum að kenna, en vandamálið verður til staðar og nauðsynlegt að horfa á það raunsæjis augum. Lítið bara á Oldham á Englandi.
Ef til efnahagslægðar kemur er augljóst að Íslendingar verða ekki sáttir ef innflytjendur eru í störfum meðan þeir eru atvinnulausir, kemur til með að ala á hatri á þeim, sem við verðum að reyna forðast.
Uppeldi á börnum sem hingað koma með foreldrum er einnig oft erfitt, og hafa allar tölur á Norðurlöndunum sýnt gríðarlega aukna glæpatíðni hjá ungum innflytjendum. Við tökum undir það að uppeldi á börnum er gríðarlega mikilvægur forvarnarþáttur og mörg vandamál hjá unglingum og ungu fólki má beinlínis rekja til uppeldis. Þegar fólk kemur hingað nánast allslaust og þarf að vinna nánast allan sólahringin í láglaunastörfum þá vitum við að uppeldið á eftir að sitja á hakanum. Ekki útaf því að þetta er slæmt fólk eða útaf því að það er öðruvísi á litin, nei heldur vegna þess að aðstæður bjóða ekki upp á mikið annað.
Sú mynd sem allir vilja draga upp af íslenskum þjóðernissinnum og hverjum þeim sem talar um hertar innflytjendareglur er óþolandi. Það er fólk sem er vel upplýst og fordómalaust, en það er það vel upplýst að það gerir sér grein fyrir hættunni og vill afstýra henni, þangað til Íslenskt samfélag er tilbúið fyrir opið fjölmenningarlegt samfélag þar sem allir eru vinir, en þangað til verðum við að fara varlega.
kveðja,
Milan
Ég er ánægður með standardinn sem er að koma upp hérna í þessari grein.
Álit mitt á málefnum innflytjenda er í raun og veru á þá vegu að fólk sem fer til annars lands (hvort sem er Malasíubúar til Íslands, eða Íslendingar til Malasíu) til búsetu þar á að sjálfsögðu að reyna að aðlagast því þjóðfélagi sem þar ríkir, annað væri bara innrás í hitt þjóðfélagið (eins manns innrás er ekki kannski áhyggjuefni, en eins manns innrás sinnum tíu þúsund veldur miklum óróa.. svo maður fari ekki í hærri tölur).
Mér finnst lágmarks krafan vera sú að læra tungumál viðkomandi lands og geta tjáð sig á því (ef mörg tungumál eru í gangi, að minnsta kosti það sem talað er á búsetusvæðinu), mér er nett sama um þó að það sé frekar bjagað, viðleitnin skiptir máli, ekki rétt greinamerkjaskipan eða vitlausar beygingar. Þetta er alls óskylt hugmynd SUS um að fólk verði að standast samræmt próf, enda er það grátleg hugmynd.
Að auki verður þú, innflytjandinn, að vita það að í þessu þjóðfélagi eru líklega önnur viðmið en í samfélaginu. Konan þín sem mátti ekki vinna úti í þínu landi verður nú að vera heima, og það er litið á hana ef til vill sem lægra setta. Þetta gæti verið í menningu viðkomandi lands og þá verðuru að sætta þig við þetta að einhverju leyti, amk út á við þó að það sem þið gerið á heimili ykkar ætti að vera ykkar mál, og þar gæti hún ráðið ríkjum rétt eins og hún gerir líklega hérna heima :p
Hérna komum við einmitt að því að menn kalla það rasisma að aðrar kröfur eru oft gerðar til innflytjenda frá (einkum Norður-)Evrópu en t.d. frá Asíu. Til þess að útiloka rasismann þá gleymum við húðlitnum (sem að er ein undirstaða rasisma kenninga). Þá stöndum við uppi með annars vegar t.d. Finna, sem að kemur úr þjóðfélagi sem að er nánast spegilmynd af okkar hvað varðar stjórnskipulag, réttindi kynja og svo framvegis, og hins vegar með t.d. Sádi Araba sem að kemur úr þjóðfélagi þar sem að áfengi er bannað, konur eru réttindalausar (engin kosningaréttur, kvennabúr, engin ökuréttindi, verða að hylja líkama sinn, undirgefnar manni sínum), einræði furstanna ríkir, ekkert prentfrelsi og svo framvegis.
Hér sjáum við að heimurinn sem að þessir tveir innflytjendur koma frá er gjörólíkur, og því mun það líklega verða erfiðara fyrir Sádi-Arabann að aðlaga sig íslensku þjóðfélagi, en fyrir Finnann. Að sjálfsögðu veltur þetta á einstaklingunum, Finninn gæti neitað að læra íslensku og notað bara enskuna á meðan að Sádi-Arabinn væri æstur í að læra íslensku, en á heildina litið verður allt ferlið mun erfiðara fyrir Sádi-Arabann sem að er að (vonandi) reyna að fóta sig í nýjum heimi með nýjum gildum.
Það sem hefur valdið miklum vandamálum í Evrópu undanfarið er einmitt þetta syndrome að innflytjendur vilja halda mjög fast í menningu sína (sem að mér finnst í fínu lagi á heimilum þeirra, sjálfur myndi ég halda nokk íslenskt heimili á erlendri grundu örugglega) að því marki að láta börn sín ganga í sér (t.d.) arabíska skóla þar sem allt er kennt á arabísku og (t.d. ef við erum nú í Danmörku) danska sem þá bara “erlent tungumál”.
Hérna finnst mér innflytjandinn vera að gera sína innrás inn í þjóðfélagið. Þjóðfélög þróast að sjálfsögðu með samskiptum við aðra menningarheima t.d., en að stofna sitt eigið ríki (svo til að kalla) á erlendri grundu er vanvirðing við gestgjafa þinn. Leyfðu börnunum þínum að ganga í venjulegan skóla þessa lands, kenndu þeim móðurmál ykkar heima við eða í sérkennslu (t.d. eru sums staðar íslensk sendiráð með íslenskukennslu fyrir börn Íslendinga þar), ekki stofna þinn eigin skóla þar sem öll gildi og viðmið sem kennd eru, koma frá “gamla landinu” og eru kannski á skjön við nýja landið, sem er nú heimili þitt.
Þetta er eitt stærsta vandamálið í dag, óbilgirni sumra innflytjenda að aðlaga sig að nýja þjóðfélaginu. EN ég veit það líka að ef að innflytjandi reynir sitt besta að aðlagast, að þá eru mörg öfl þjóðfélagsins (afturhaldspúkar, rasistar og útlendingahatarar) sem að reyna áfram að hindra hamingju hans. Þetta er flókið mál, og erfitt að höndla, við höfum í raun ekki neitt eitt rétt svar.
Sjálfur er ég í nokkrum tengslum við fólk af erlendum uppruna hér á landi, æskuvinir frá Póllandi og Kína, einn maður sem að ég vinn mikið með í dag er frá Kamerún og svo framvegis. Flest er þetta venjulegt fólk sem að bjargar sér á ýmist mjög góðri, góðri eða bjagaðri íslensku. Einstaka er þó enn ensku-talandi þrátt fyrir langa búsetu hér, það finnst mér vanhugsað af viðkomandi hálfu, og það að þurfa stundum að vera milliliður í samskiptum finnst mér ekki vera sniðugt.
Sjálfur hef ég fundið fyrir því á ferðalögum erlendis, að bara 2 vikur í landi þar sem að maður skilur ekki tungumálið og þarf að bjarga sér á 3ja máli (ensku/þýsku) sem að innfæddir skilja að auki stundum misvel, að mér líður eins og málleysingja. Hér er í raun við mig að sakast, en þetta er ásættanlegt þar sem maður er bara túristi. Annað mál væri ef ég væri búsettur þarna.
0
Ef ég væri búsett í Saudi-Arabíu þá gæti ég ekki hugsað mér að mér að láta börnin mín ganga í arabískan skóla. Ég myndi senda þau í sendiráðsskólann. Ég myndi ekki aðlagast!
Annars skildi maður ekki dæma fólk eftir því menningarsvæði sem það kemur frá. Ein vinkona mín út í Bretlandi átti strangtrúaðan múslimskan föður. Hún fór í háskóla því að faðir hennar var læknir og það sem skipti hann mestu máli var að börnin (öll!) fengju menntun. Auðvitað vissi karlinn að hún drakk og borðaði svínakjöt. En menntunin skipti hann meira máli. Margir múslimar sætta sig við að börn aðlagist þó þeir vilji ekki gera það sjálfir. Ástæðan fyrir fltuningi þeirra er oft að þeir vilja betri kjör fyrir sig og sína - þar meðtalinn mannréttindi (kvennréttindi).
0
Akkúrat málið. Þarna gengur þú í berhöggi við samfélagið, þú ert með innrás :p
Sádarnir eru mjög strangir varðandi útlendinga, einna verstir af öllum.
Því er málið að ef að þú getur ekki hugsað þér að búa einhvers staðar, að hreinlega fara ekki þangað.
Að sjálfsögðu sætta margir sig við það að börnin þeirra aðlagist þó þeir geri það ekki sjálfir, eðli mannanna er víst svo að því eldri sem maður verður því fastari í skoðunum og svoleiðis verður maður.
0
Nú er það mjög algengt að sendráðsstarfsmenn, kristniboðar (ef einhver er að gera árás á menningu annara þjóða þá eru það þeir!), starfsmenns SÞ sendi börn sín í sérskóla. Finnst þér að þeir ættu að senda börnin sín í skóla heimamanna. Ef svarið er nei eins og ég á von af því að þeir ætla ekki að setjast að í viðkomandi landi við hvaða tímamörk finnst þér ætti að miða - varanlega búsetu, 20 ára væntalega búsetu, 5 ára.
Ein sem er ekki að fara að flytja til Saudi Arabíu
0