Það er alltaf gaman af samsæriskenningum:

1. Maí og þar rétt fyrir féll krónan mikið.
Svo stöðvaðist fallið stuttu eftir mánaðarmót og hún styrktist jafnvel svoldið.
Svo núna aftur, rétt fyrir mánaðarmót fellur krónan.

Bensínverð er miðað við meðalverð bensíns á heimsmarkaði yfir mánuðinn. Það verð er í dollurum. Svo um mánaðarmótin eru dollararnir reiknaðir yfir í krónur miðað við þáverandi gengi.

Mánaðarskammturinn af bensíni fyrir Ísland kostar smá slatta.
Því hefur það líklega einhver áhrif á gengið þegar bensínstöðvarnar selja krónur fyrir dollara til að borga bensínið.

Og hérna er svo sjálf samsæriskenningin:
Rétt fyrir mánaðarmót kaupa Olíufélögin dollara fyrir krónur.
Þegar svona margar miljónir króna koma skyndilega á markaðinn (öll olíufélögin selja á sama tíma) og staðan ekkert svo góð í efnahagsmálum, þá vilja allir losna við krónur.
Það veldur því að krónan fellur mikið miðað við dollarann.
Svo koma mánaðarmótin og bensínverðið er reiknað yfir í krónur eftir að gengið hefur fallið.
Olíufélögin borga bensínið …með dollurunum sem þau keyptu fyrir fall gengisins!!!

Hvað haldið þið?

Kveðja,
Ingólfur Harri