Fíkniefnaumræðan hefur verið óvenju lífleg undanfarið. Og er það kannski ekki skrítið eftir skotárásina fyrir norðan þar sem dópisti var skotinn ellefu sinnum. Honum var rosalega mikið vorkennt og var Sirrý nánast búinn að bóka hann í þáttinn sinn þegar Þessi sami strákur tók svo þátt í annari líkamsárás.
Mér er allveg sama hve lítinn þátt hann tók í þessari árás hann var þarna og hjálpaði til. Svona er þessi heimur orðinn. En þetta er ekki aðalatriðið í þessari grein minni heldur aðgerðir lögreglu og vinnuaðferðir þeirra.
Eftirfarandi atburður skeði fyrir nokkru síðan og gæti verið dæmisaga. Félaginn skulum við kalla hann. Hann var að rúnnta um Reykjavík þegar hann er stöðvaður af lögregglunni. Hann reynist ekki vera með nein skírteini á sér. Þeir byðja hann um að koma út úr bílnum og koma yfir í bílinn til þeirra. Þetta var stóri bíllinn og lögregglumennirnir eru fjórir. Tveir þeirra fara út úr bílnum og fara að leita í bíl félaga míns á þess að hafa spurt hann hvort þeir megi það.
XI. kafli. Leit.
89. gr. 1. Heimilt er að leita í húsum sakbornings, geymslustöðum, hirslum, skipum og öðrum farartækjum í því skyni að handtaka hann, rannsaka ummerki brots eða hafa uppi á munum eða gögnum sem hald skal leggja á.
90. gr. 1. Leit skv. 89. gr. skal ákveðin með úrskurði dómara nema sá sem í hlut á samþykki hana.
Þeir voru ekki með úrskurð dómara og félaginn samþykkti ekker. En það skiptir svosem ekki máli þar sem þessi lög eiga ekki við hér.
Þeir mega svosem leita í bílnum hans ef eftirfarandi:
2. Rannsóknari má þó leita án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Leita má án úrskurðar að manni sem handtaka skal ef honum er veitt eftirför eða hætta er á að hann komi sér undan ef beðið er dómsúrskurðar.
Hann var stoppaður við venjulegt eftirlit og er ekki á sakaskrá.
Farið var með hann upp á stöð(af einhverjum ástæðum). Þegar komið var upp á stöð var hann settur inn í herbergi og honum gert að afklæðast. Félaginn brestur í grát en þá er bara öskrað á hann og honum skipað úr fötunum.
93. gr. 1. Leit og líkamsrannsókn skv. 92. gr. skal ákveðin í úrskurði dómara, nema sá sem í hlut á samþykki hana.
2. Rannsóknara er þó rétt að leita án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum.
Skv 93. gr þarf hann að samþykkja líkamsleit sem hann gerir ekki og enginn dómsútskurður liggur fyrir. Ég tel ekki mikla hættu á að hann valdi sakarspjöllum þar sem engin rök eru fyrir broti.
Rannsóknin er framkvæmd af lögregglumanni. Rannsóknin er niðurlægjandi og óþægileg.
4. Leit innvortis, taka blóðsýnis og aðrar samsvarandi aðgerðir skulu framkvæmdar af lækni eða hjúkrunarfræðingi
já lækni eða hjúkrunarfræðingi ekki einhverjum lögreglumanni sem gæti þessvegna verið að gera þetta til að svala kynferðisþörfum sínum.
Mín spurning er sú að gæti félaginn kært lögregluna fyrir nauðgun þar sem löginn gera ráð fyrir því að læknir framkvæmi leit í endaþarmi?