Nú hefur lengi verið uppi umræða um hvort og hvenær eigi að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og þá er helst talað um að flytja hann til Kefavíkur. Hefur ýmislegt verið sagt og margir spurðir álíts (s.s. Ragnheiður Steinunn í DV um daginn) og allir virðast hafa skoðunn á málinu. Virðast Reykvíkingar vera alveg á því að völlurinn verði að fara þar sem þarna sé dýrasta byggingaland á Íslandi(ef ég hef skilið þetta rétt). Um daginn las ég grein á heimasíðu Heimdalls, frelsi.is. Þar skrifaði formaður sjálfstæðisfélagssins á Bifröst og taldi upp fjörar ástæður fyrir því að völlurinn hvers vegna færa ætti völlinn frá Reykjavík, þar voru tvær ástæður sem verst fóru í mig. Þar sagði hann að það tæki ekki nema rétt um hálftíma að aka frá Keflavík. Það er rétt, en ég bý ekki í Reykjavík og þurfti um daginn að fljúga til Keflavíkur út af þoku, og lengir það ferðina um helming og þá munar innan við klukkutíma á að aka til Reykjavíkur og að fljuga, þar er allt talið með akstur á flugvöllin, bið, flug, bið eftir töskum og allt sem fylgir því að flúga.
Annað var það sem birtist á þessari grein á frelsi var um sjúkraflug og að það væri mikið betra að flytja alla sjúklinga sem þyrftu að komast með hraði til Reykjvíkur með þyrlum því þær þyrftu mikið minna pláss, þetta er alveg rétt, en ætlar rikið þá að kaupa eina þyrlu á hvern bæ á landinu, því að viðbragðstími þyrlusveitar landhelgisgæslunnar(sem er sá hluti viðbragssveita almannavarnanna sem ég ber mesta virðingu fyrir) um það bil 45 mín miðað við þann stað sem ég bý á.
Einnig held ég að ef flugvöllurinn yrði fluttur myndi innanlandsflug á Íslandi leggjst niður því eins og ég benti á þá mun ekki muna miklu á að aka til Reykjavíkur.
Vona ég þessi skrif mín komi hjálpi einhverjum sem ekki hefur ná að mynda sér skoðunn á þessu máli því að Reykjavíkurflugvöllur er fyrir alla íslendinga en ekki bara íbúahöfuðborarinna