Útgáfufyrirtæki halda því fram að gífurlegir fjármunir tapast vegna niðurhals á tónlist, myndum, leikjum, en er raunin svo? Eru útgáfufyrirtækin heiðarleg í yfirlýsingum sínum?
Samkvæmt tölum frá útgefendum tónlistar í Bandaríkunum kemur fram að sala á geisladiskum hafi dregist saman um 7% á milli ára, segja þeir þetta vera augljós dæmi um áhrif ólöglegs niðurhals, en þeir “gleyma” hinsvegar að taka fram að sala á tónlist á netinu hafi farið langt fram úr björtustu vonum, afhverju taka þeir ekki það með í sölutölurnar? Ég leyfi mér að fullyrða að sala tónlistar á netinu nemi mun meira en þessum 7% sem tapast vegna minnkandi sölu á geisladiskum.
Afþreyingar iðnaðurinn er líka að stækka, fólk hefur úr miklu meira að velja frá ári til árs, það sýna tölur um aukna sölu á DVD diskum á milli ára (þrátt fyrir niðurhal) því er kannski ekkert óeðlilegt að þegar fólk eyðir meiri peningum í DVD, leiki og fleira að það komi niður á öðru t.d tónlist.
Það virðist vera sem útgefendur gefi sér að fólk sé í eðli sínu óheiðarlegt og geri allt til að geta “stolið” ef það viti að það kemst upp með það.
Í vetur þegar var gerð húsleit hjá nokkrum DC notendum á Íslandi þá kom starfsmaður SMÁÍS í fréttirnar og sagði að á ákveðnum DC höbbum væri svona og svona mikið af gögnum í umferð sem þýddi xxx kr af töpuðum peningum.
Þetta er náttúrulega ekki rökrétt að taka all gagnamagn sem er í umferð og snúa því upp í tapaðan pening fyrir útgáfufyrirtæki og rétthafa.
Ég þekki mikið af fólki sem sækir töluvert af gögnum í gegnum netið og þetta fólk kaupir líka mikið af CD & DVD. Og það er vegnað þess að það kaupir það sem því finnst vera eigulegt og þess virði að borga fyrir, allt annað er er EKKI tapaður peningur vegna þess að þetta fólk hefði hvort eð er ekki keypt það sem það sótti.
Það eru mörg dæmi um að fólk hafi keypt eitthvað sem það hefði ekki keypt nema vegna þess að það hlóð því niður af netinu fyrst.
Það er vegna þess að fólk er í eðli sínu heiðarlegt og það er tilbúið að borga fyrir það sem það finnst vert að eiga, en sér enga ástæðu til að hafa samsviskubit yfir því að niðurhala einhverju sem það hefði hvort eð er ekkert keypt.