..lítur út fyrir að hugi verði lagður niður með komandi sölu símans.
Þetta sagði huganotandinn MC3. En hafiði þið heyrt eitthvað um þetta. Miðað við allar auglýsingarnar sem eru hérna á Huga hefði ég haldið að hann stæði undir sér og yrði haldið áfram.
Þó veit ég um eitt sem stendur ekki undir sér og verður pottþétt hætt ef hugi verður lagður niður.
Allar greinarnar í gagnasafninu þeim yrði kannski eytt. Ef svo er glatast merkilegar heimildir. ímyndið ykkur hvernig það væri eftir 40 ár þegar greinarnar yrðu skoðaðar. Ímyndum okkur jafnvel hundrað ár? Hugsið ykkur hversu merkilegar heimildir þær yrðu.
En heimildargildið er víst ekki svo gróðavænlegt.
Hvað segir JReykdal? Hvað segir fólk? Verður Hugi lagður niður?