Svona er líf flestra íslendinga í hnotskurð frá fæðingu til fullorðinsaldurs

Maður fæðist, allir í fjölskyldunni elska mann fyrir að vera svo lítill og sætur. Maður er sendur í leikskóla, þar gildir frumskógarreglan, maður fær ekkert nema vera með frekju og læti. Strax frá leikskólaaldri tekur maður eftir því hversu mikið af fóstrunum erum frábrugðin frá sínum eigin foreldrum. Foreldranir skamma mann fyrir að gera eitthvað slæmt í leikskóla, eða fyrir að gera eitthvað á eigin frumkvæði, vegna þess að enginn fóstra var að passa mann. Í grunnskóla þarf maður að sitja í bekk með öðrum krökkum, og þar gildir líka frumskógarreglan, að þeir sem eru með mest læti fá mest athygli. Þegar maður nær þeim aldri þar sem vináttan við aðra bekkjarfélaga byrjar að skipta máli, þá byrjar maður að sjá skýrt hverjir eru í hvaða vináttu-hópi. Maður tilheyrir alltaf einhverjum hópi, sama hvor maður vill það eður ei. Í slíkum hópum endurspeglast hverjir eru vinir manns, og hvernig bekkjarfélagar manns eru. Eineldi er fyrirbæri þar sem maður er talinn í trú um af bekkjarfélögum sínum að maður sé ekki hluti af heildinni, eða venjulegur á borð við aðra. Ef maður vill að ekki vera lagður í eineldi, þá þarf maður að fá athygli bekkjarfélaga sinna (sá sem leggja mann í eineldi) og fá þá til að líka vel við mann. Auk þess fær maður ekki að spila fótbolta, nema maður eigi boltann eða fólk líkar nógu mikið við mann. Svo nær maður þeim aldri þar sem fatatíska byrjar að skipta máli. Þá reynir á fjárhagstöðu manns og sinna foreldra hversu langt maður getur fylgt tískunni. Þegar maður fermist, þá koma fullt af ættingjum, flestir sem maður mann aldrei eftir að hafa séð áður, og gefa manni gjafir. Maður gengur líka í gegnum kynferðislegt tímabil, sem ég kýs ekki að skrifa um. Maður setur kröfur til foreldra sinna að hafa eigið herbergi, og ekki deila það með systkynum. Foreldra manns ofvernda mann, líkt og þegar maður var yngri, og þar af leiðandi verður maður pirraður á því, og foreldrar manns segja að maður sé með “unglingaveikina”. Maður tekur það alvarlega hvað vinum manni finnst um hlutina, og maður reynir að lifa sig í takt við aðra bekkjarfélaga hvað varðar tísku, skoðanir, og áhugamál. Í efstu bekkjum grunnskóla gefst maður tækifæri á því að velja einhver fög fram yfir önnur valfög. Og auðvitað velur maður þau fög sem vinir manns velja, til að geta setið í sömu tímum. Aulabrandarar verða líkari fyndnari eftir því sem maður eldri. Í framhaldskóla þarf maður að velja brautir og ýmislegt. Þegar maður byrjar í skóla á framhaldskólastigi, þá er maður “busaður” ásamt öðrum ungmennum. Amerísk helgiathöfn sem snýst um að niðurlægja nýnema fyrir framan aðra nemendur, og á sama tíma að biðja mann velkominn í skólann. Það er misjafnt hvenær fólk byrjar að djamma, en þegar maður byrjar á því þá eru drykkjufélagar alvöru vinir manns. Á íslandi virðist fólk sýna vináttu sína með að nenna að drekka með manni. Fólk hittir ekkert hvort annað í dag, nema til djamma, eða til að skipuleggja hvenær á að djamma næst. Eftir að maður hefur lokið framhaldskólanum, þá þarf maður að virkilega að vinna og ætla sér einhvert, eða fara í háskólanám þar sem maður endurtekur bara sömu rútínu og í framhaldskóla, að fylgja því hvað vinir manns eru að læra og gera. Þegar maður orðinn fullorðinn fær maður það frelsi að standa á eigin fótum og ráðstafa öllum tekjum í lán af hlutum sem hjálpa manni til að lifa lífstíll sem aðrir eru að lifa. Maður heldur áfram að djamma þangað til að maður eignast fjölskylda, þá fer mun minna um það, og sagan endurtekur sig þegar maður eignast barn.


Eflaust er lífið mjög svipað í öðrum löndum, vegna þess að ég ákvað að sleppa að skrifa um svo margt, til að hafa textann ekki svo langann. “Boðskapur” í þessum texta sem ég hef skrifað er að sýna hversu útreiknanlegt hlutirnir eru, varðandi okkur mannfólkið. Og hvað margt í samfélaginu endurspegla það ég skrifaði.