Ég var í vinnunni um daginn og stillti á útvarp Sögu.
Hef alltaf haft einhvern áhuga á pólitík og maður fær að heyra mörg sjónarmið þarna um ýmsa hluti.

Það sem ég datt þarna inn í var viðtal við konu í Sjálfstæðisflokknum.
Get ekki fyrir mitt blessaða líf munað hvað konan heitir en ég hlustaði á hana segja marga hluti sem voru fullkomlega réttir og aðra hluti sem voru misgáfaðir.

Það sem fór svona helst í mig var þegar hún fór að tala um þessa 40% reglu á Alþingi, þ.e.a.s að minnstakosti 40% á þingi eigi að vera kvennmenn.

Þetta finnst mér ágæt regla og jafnvel að hafa reglu um að hafa 50/50 skipti.
Versta við það allt saman er samt að færri kvennmenn virðast hafa áhuga á því að fara á Alþingi heldur en karlmenn.
Að mörgu leiti finndist mér gott mál ef fleirri konur færu á þing, sem stendur finnst mér spilling og klíkuskapur vera að fara illa með ríkisstjórnina og jafnvel þá flokka sem mynda ekki ríkisstjórn og tel ég siðferðiskennd kvenna oftast sterkari en karla.

Samt finnst mér ekki gott mál að ef framboð á karlmönnum á þing sé meira en kvennmanna, að konur komist þarna inn eingöngu fyrir að vera kvennkyns.
Það finndist mér frekar kallast misrétti heldur en jafnrétti og finnst mér hroki ef konur áætla að þótt að framboð sé 80/20 (t.d.) að allar þær konur ættu að komast inn á þing og ekkert eigi að hugsa um hversu hæft fólk er í starfið.

Það sem mér finndist laga þetta er að reynt væri að fá fleirri konur til að sýna pólitík meiri áhuga.

Svo ég fari nú betur í það sem konan sagði.
Henni fannst að 60% þingsins ættu að vera kvennmenn, þar sem karlmenn hefðu verið í miklum meirihluta og að reyna ætti á þetta í nokkur ár, til að jafna út áhrifin á þjóðfélagið.

(8 minnir mig að talan sem hún hafi stungið upp á hafi verið)

Þetta finnst mér einkenna feminista alveg hrikalega.
Mér finnst margt hafa batnað í samfélaginu og líklega margt sem hægt er að bæta.
En feministar virðast alltaf vilja handlegginn þegar rétt er út spaðan.

Sá kvenn aldursflokkur sem ég umgengst hvað mest, (18-23) eru jafnvel farnir að verða mótfallnir feministum og er þá kannski helst þeim feministum sem ganga of langt að kenna um þessa breytingu í samfélaginu.

Held það sé kominn tími til að búa til ný samtök undir nafninu “Jafnréttissinnar” (vona að það sé ekki stafsetnings villa þarna) og breyta aðeins áherslum á hvað er verið að stefna á og afhverju.

Finnst þetta helst minna á slagsmál þar sem einn kýlir hinn (gömul staða kvenna) og hinn ákveður að kýla á móti og jafnvel að kýla aðeins fastar svona til að hefna sín, en ekki enda málið á vitrænan og uppbyggilegan hátt.

Ég veit allavega að ég skrái mig ekki í femiminista félagið, svo lengi sem það berst eingöngu fyrir kvennréttindum en ekki jafnrétti, hvort sem þess þarf meira eður ei.
Stefna á að núll punkti milli kynjanna og þá þarf að hafa slíkar áherslur og auglýsa þær áherslur á þann hátt að samfélagið sé móttækilegra fyrir þeim.


Henda út “Rauðsokku” og “Feminista” stimplinum og gera þetta af alvöru.



PS: Ég ákvað að posta þessu ekki undir
Hugi-Stjórnmál þar sem karlmenn eru í of miklum meirihluta til að kvennmenn komi sínum sjónarmiðum almennilega á framfæri.
Kaldhæðnislegt nokk……..
Ebeneser