Mæðrastyrksnefnd
Mæðrastyrksnefnd fór í utanlandsferð fyrir skömmu, sem kostaði 400.000 kr. Þessi peningur var tekin úr sjóði mæðrastyrksnefndar. Formaður mæðrastyrksnefndar sagði að þetta væri eina leiðin til að umbuna “sjálfboðaliðunum”. HALLÓ, þetta eru SJÁLFBOÐALIÐAR, þeir bjóðast til að vinna, ókeypis og vita alveg að því. Svo held ég að hafi staðið í þessari frétt að mæðrastyrksnefnd hafi notað 6 milljónir til að styrkja 5000 manns síðustu 6 mánuði (leiðréttið ef þetta eru vitlausar tölur). Það væri í lagi að umbuna þeim eitthvað smá, en ekki með heilli utanlandsferð. Og það sem formaður sagði var það að henni findist svo erfitt að vinna með sjálfboðaliðunum því hún gæti ekki borgað þeim eða eitthvað, þessir sjálfboðaliðar myndu ekkert vinna þarna ef þeir væru að leitast eftir peningunum. Hvað finnst ykkur?