Fischer today, Dolph tomorrow?
Þannig hljóðar nýtt slagorð Félag Fylgjenda Dolph Lundgrens, sem lýstu því yfir í gærkvöld að sæki Dolph Lundgren um íslenskt ríkisfang munu samtökin berjast fyrir samþykkt heilshugar. Í ályktun sem samþykkt var á fundi í gær kemur meðal annars fram að Dolph sé heimsfrægur mannvinur og ímynd heilsu, hreysti og gáfna um heim allan. Vöðvatröllið, sem státar af greindarvísitölunni 160, verði ævinlega velkomið í heimsókn, en ekkert gæti hugsanlega jafnast á við að búa í sama landi og fullkomnunin holdi klædd.
Fylgjendur Dolphs bjóðast þar með til að leysa vanda Dolph, en sagt er að hann viti ekki aura sinna tal og eigi margar glæsivillur víðsvegar um heim. Viðmælandi fréttastofu hafði þetta að segja:
,,Já, Dolph er að flækjast þarna um allan heim, frá Svíþjóð til Kaliforníu, og svo fram og tilbaka, taka upp kvikmyndir og ég veit ekki hvað og hvað. Fengi hann að dveljast hér, væri hann mun meira miðsvæðis í heiminum, auk þess sem hér er að finna frábæra staði til kvikmyndatöku, svo sem Þjórsárver, Lónið þarna, Grindavík og Nornasafn, svo fátt eitt sé nefnt."
Það verður án efa spennandi að fylgjast með máli Dolphs á næstu misserum. Lesendur eru hvattir til að segja skoðun sína á vefsetri Félags Fylgjenda Dolph Lundgrens, http://dolph.tk og fjárgjafir eru vel þegnar. Við þeim taka stjórnarmeðlimir félagsins.
Í blálokin,
skoðið mynd félagsins:
Væri ekki betra að hafa Dolph þarna?