Ég man ekki síðan hvenær ég var eins stoltur yfir Íslandi, kannski þegar við vorum í 2 sæti í Eurovison ´99. Hann er kominn, skákhetjan sem kom okkur á kortið, var það ekki 1972 ? Og Sæmi Rokk búinn að slíta sér út við að ná í hann og kemur svo með honum heim, ég var við að að tárast að horfa við komuna á Reykjavíkuflugvöll.
Þvílík stemming, þarna var ungt fólk veifandi skákborðum og íslenskum fánum,(nokkrir í glasi en það er bara hluti af Íslenskri stemmingu) Verst var að RÚV fékk ekki viðtal, eins og þeir voru búnir að auglýsa þetta mikið, en meistarinn var þreittur og aðal nr. 2 SÆMI ROKK gat sagt að hann væri drullu þreittur og talaði á morgun. Hvað með það, það er kannski ekki aðalmálið, heldur eins og Hallgrímur Thorsteins á Talstöðinni þá var nú kannski enn meira mál að við gerðum Kanana “skák og mát”. og það er ekki lítið. Við herstöðvarandstæðingar getum auðvitað glaðst rosalega því að nú getur ekki verið langt í að þeir fari með allt sitt hyski, eftir að við skákuðum þeim svona rosalega, ha ha !!!