Bobby Fischer kominn heim!
-K-J-A-F-T-Æ-Ð-I-!-
Það er mín skoðun á þessu máli! Eitt stórt kjaftæði! Ég veit náttúrulega ekki alla söguna, veit að hann var handtekin í Japan með ólöglegt vegabréf (eitthvað í þá áttina), settur í fangelsi í 8 mán. Hann fékk ekki að dvelja í Japan, en þá komu Íslendingarnir! Jíbbí jei!! Þeir komu og björguðu málinu, ég meina, VIÐ komum og björguðu þessu máli!
Bobby sjálfur sagði áðan að hann hafði bara viljað losna úr fangelsi, sem ég myndi líka vilja gjöra..! Hann ætlar ekki að djelja lengi á Íslandi, hann ætlar að koma hérna við og við…
En þetta mál er skandall! Bara af því að þetta er einhver fj**d** Bobby Fischer! Ég hefði frekar viljað leifa 20 öðrum Bandaríkjamönnum að fá ríkisborgararétt hér á landi!
Ef einhver vill fá rökstydd svör:
Í fyrsta lagi er þessi gaur hálfviti! Lætur eins hálfviti; tala eins og hálfviti!
í öðru lagi þá er hann bandarískur (held ég :P), þá gerir það hann að bandarískum hálfvita! Og þá eigum við von á illu…
Þetta eru rökin mín, ekki góð en samt :P.. En verð að segja að ég hefði stutt það að eitthvað annað land hefði gefið honum ríkisborgararétt af sínu landi!! bara ekki Ísland… COM ON!!
En þá… þá er komið að móttökunefndinni! Shibbídei! gaman-gaman… afhverju voru ekki flugeldar á staðnum líka?? Eða rauður dregill?? Hef aldrei séð neitt annað eins heimskulegt,,, vantaði bara æpandi stelpur og þá hefði ég haldið að Bítlarnir hefðu komið til landsins? Ekki satt?? (-svona næstum því :)-)….
Greyjið maðurinn, hefði örugglega viljað koma í kyrrþei…
Jæja komið með skoðanir!