Ég hef mikið verið að velta einu fyrir mér í dag, erum við jafn heppin og við teljum okkur vera?
Ég man þegar ég var lítil fékk ég mjög oft að heyra það hvað ég væri heppin, að vera heilbrigð lítil stúlka og eiga marga að. Að ekkert væri að mér. Og nú eftir að systir mín fæddist veit ég ekki hversu oft mamma hefur ekki setið með hana eða setið og horft á hana og sagt svo við mig “sjáðu hvað við erum heppin að eiga heilbrigða litla stelpu, það er ekki svo gefið að eignast þrjú heilbrigð börn.”
En erum við eitthvað heppnari en þeir sem eru einhverfir? Ég var að bera út núna um miðjan daginn fyrir vinkonu mína, mjög hugsi, að hugsa um þetta venjulega “ég á þetta svo gott og þetta og þetta en mig langar í þetta og meira af þessu og hvort þessi geti hitt mig” og bara þið vitið, hugsunasúpa í kollinum mínum. Þá kem ég að sambýli, ég hef alltaf reynt að forðast að koma upp að húsinu, en ég meina, ekkert að því. Ekki eins og fólkið þar bíti. Ég fer og set dagskránna inn um lúguna og fer svo niður að neðri hæðinni með aðra. Þegar ég kem upp aftur stendur einn af sambýlinu fyrir utan. Frekar furðulegur í útliti, en það er bara eitthvað sem fylgir því sem veldur hann er þarna inni að ég held. Allavega, hann hrofir á mig þessum stóru augum og spyr svo “ert þú að bera þetta út?” og ég bara “uuu já,” og þá stækkuðu augun um svona helming. “Má ég nokkuð fá aðra???” og hann var svo spenntur meðan hann beið eftir svari að það geislaði af honum. Ég náttúrulega bara “jájá, hérna” og rétti honum aðra. Þá voru 3 eða 4 aðrir komnir útí hurð. Þá byrjar hann að hoppa um, “ég á þessa! ég á þessa!” og hinir allt í einu allir á iði, “var pósturinn að koma til okkar? var pósturinn að koma til okkar?” og sá sem hafði komið og talað við mig var byrjaður að hoppa um “já og við fengum TVÖ!!!!!” og hann var þarna, hoppandi um af gleði og hinir byrjuðu líka hoppa um af kæti, yfir að fá 2 dagskrár að lesa en ekki eina.
Það þurfti ekki meira en það til þess að gleðja þá. Erum við eitthvað mikið meira heppin en þau, svona ef þið spáið í þau. Hérna erum við, aldrei allveg ánægð, alltaf eitthvað sem mann langar í, langar í stærra, alltaf eitthvað að. Við verðum aldrei allveg ánægð með lífið. En aftur á móti getur lítill hlutur sem er ekkert nema sjálfsagður fyrir okkur, eins og að fá 2 dagskrár á stað þar sem margir búa, fengið þessa menn til þess að hoppa um af gleði.
Hugsið um það…