Réttarhöld yfir Saddam standa nú fyrir dyrum og er alveg öruggt,að þá hefst aftur söngurinn síendurtekni úr röðum beggja arma Alþýðubandalagsins sáluga,Samfylkingar og Vinstri grænna:“Bandarísk stjórnvöld studdu Saddam!Bandarísk stjórnvöld studdu Saddam!”Búast má við,að fréttastofa hljóðvarps taki undir í falsettu.
Þetta endurtaka þeir í kór,og eiga þar við meintan stuðning við Saddam í Íran-Íraksstríðinu 1980-1988,en hver var hann?Í hverju var hann fólginn?Geta þeir gert grein fyrir því ????
Á tímabilinu 1980-1988 seldu Bandaríkjamenn Írökum allmargar þyrlur,allar óvopnaðar.Um þessi þyrlukaup var reyndar að hluta til samið áður en stríðið hófst.Þyrlur má að sjálfsögðu nota í hernaði,en það má líka nota vörubíla í hernaði.Meira að segja eldhúshnífa má nota til manndrápa.Óvopnaðar þyrlur eru ekki hernaðaraðstoð.Auk þess keyptu Írakar fimm Boeing farþegaþotur á tímabilinu og fengu ábyrgð fyrir 400 milljón dala láni.Þetta voru í raun venjuleg alþjóðaviðskipti,og engu meiri eða merkilegri en búast hefði mátt við á friðartímum.
Hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna við Íraka var alls engin.Núll.Ef vinstri menn hafa aðrar upplýsingar lýsi ég hér með eftir þeim.
Sú undarlega staðhæfing,sem borin hefur verið fram opinberlega hér á landi,að Bandaríkjamenn hafi selt Írökum eiturgastækni síðan í fyrri heimsstyrjiöld sýnir vel veruleikafirringu vinstri manna,innri óvina Vsturlanda.Hatrið á Bandaríkjunum ruglar dómgreind þeirra og ærir þá.Staðreyndin er,að ekki aðeins Írakar heldur flestallar sæmilega menntaðar þjóðir heims,þar á meðal Íslendingar,geta með litlum undirbúningi og tilkostnaði hafið framleiðslu á eiturgasi og sýklavopnum.Til þess þarf enga dýra hátækni og þekkingin hefur legið fyrir í áratugi,sumt í meira en öld.
Þarna gilda orð skáldsins:“Vilji er allt sem þarf.”
Fisksalinn Ottó